Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 12:03 Donald Trump á sakabekk í réttarsalnum á Manhattan í New York í gær. AP/Jabin Botsford Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40