Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2024 12:03 Donald Trump á sakabekk í réttarsalnum á Manhattan í New York í gær. AP/Jabin Botsford Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Sakamálið í New York er það fyrsta þar sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur. Trump er ákærður fyrir að falsa gögn til þess að fela greiðslu til fyrrverandi klámstjörnu til að koma í veg fyrir að hún segði frá kynferðislegu sambandi þeirra. Tugum möglegra kviðdómenda var vísað frá þeir þeir sögðust ekki telja að þeir gætu verið hlutlægir og óvilhallir í gær. Velja þarf tólf kviðdómendur og sex varamenn. Enn á eftir að ganga á tugi kviðdómendaefna. AP-fréttastofan segir að það gæti tekið daga eða jafnvel vikur að fylla kviðdóminn. Trump virtist ekki æsa sig sérstaklega yfir kviðdómendavalinu í gær. Hann sást draga ýsur á meðan dómari las leiðbeiningar til kviðdómendaefna. Washington Post segir að fyrrverandi forsetanum hafi virst áhugalaus á meðan verjendur hans og saksóknarar tókust á um hvaða sönnunargögn yrðu lögð fram í málinu. Í sama streng tók Maggie Haberman, blaðamaður New York Times sem hefur fjallað um Trump um árabil. Fyrrverandi forsetinn hafi virst eirðarlaus og honum leiðst þegar hún fylgdist með honum í réttarsalnum. „Honum leiðist auðveldlega, hann fiktar mikið. Hann þarf að sitja þarna og hann getur ekki verið í símanum sínum, hann getur ekki skoðað [samfélagsmiðil sinn] Truth Social. Hann getur ekki gert það sem hann gerir venjulega. Það verður honum erfitt, held ég,“ sagði Haberman í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. 15. apríl 2024 12:40