Með milljónir fylgjenda og lætur drauminn rætast í London Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. apríl 2024 07:01 TikTok stjarnan Embla Wigum ræddi við blaðamann um lífið í London. Vísir/Vilhelm „Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum. Hún er ein af vinsælustu TikTok stjörnum landsins með 2,5 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum og lét drauminn rætast fyrir tveimur árum þegar hún flutti til London. Embla ræddi við blaðamann um bransann, lífið úti, velgengnina, samfélagsmiðlafrægðina, stefnumótamenninguna, slúður og margt fleira. Embla Wigum flutti til London og vinnur á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Lífið ekki jafn mikil glansmynd og það lítur út fyrir að vera Venjulegur dagur í lífi Emblu snýr mikið að því að taka upp efni og myndbönd. Sömuleiðis fær hún boð á ýmsa spennandi viðburði í London en samfélagsmiðlar eru hennar starfsgrein. Hún segir að tækifærin séu án efa stærri úti. „Þetta er stöðugt að vaxa hjá mér og án efa orðið stærra eftir að ég flutti út. Ég held samt að þetta líti út fyrir að vera meiri glansmynd en þetta í raun er. Ekki það að þetta sé ekki ótrúlega skemmtilegt og ég er búin að fá alls konar tækifæri. En ég held að þetta lúkki ótrúlega frábært út á við en það er ekki alltaf þannig,“ segir Embla og bætir við að þetta geti verið svolítið hark en gríðarlegur tími fer í gerð hvers myndbands. Embla á viðburði hjá vefmiðlinum Youtube. Aðsend „Rosaleg vinna að komast á þennan stað“ Umræðan um áhrifavalda hefur verið misjöfn í samfélaginu og spyr blaðamaður Emblu hvort það hafi áhrif á hana þegar fólk geri lítið úr starfinu. „Ég pæli alveg í þessu því maður heyrir fólk segja alls konar hluti og það eru ótrúlega margir sem tala illa um eða gera grín af áhrifavöldum. Ég skil það alveg upp að vissu marki því þetta er ekki geðveikt erfitt starf miðað við mörg önnur. Maður er ótrúlega heppinn að fá að vinna við þetta, maður stjórnar tímanum sínum sjálfur og svo er ótrúlega margt skemmtilegt sem maður fær að gera. En þetta er náttúrulega rosalega mikil vinna. Til dæmis bara það að koma sér á þennan stað, að geta unnið við þetta. Ég var að gera þetta í þrjú ár á fullu án þess að fá neitt greitt, ég var bara að reyna að koma mér á framfæri. Það eitt og sér er gríðarleg vinna.“ @emblawigum day 2! so happy this is kinda trending again Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo - Mike DiNardo Það býr margt að baki hvers TikTok myndbands og nefnir Embla meðal annars fundi með vörumerkjum, klipp og vinnsla á myndböndum, hugmyndavinna, rannsóknarvinna og fleira. „Ég sest ekkert niður í tvær mínútur fyrir framan símann og er bara búin, svo er ég bara hlaupandi um á flottum viðburðum. Þetta er ekkert þannig. Sömuleiðis þegar maður er á þessum viðburðum þá er maður þar til að vinna. Maður er að taka upp efni, tala við fólk og networka, það er líka vinna. Það getur alveg tekið smá á, því maður þarf að vera mjög félagslyndur þó að maður sé kannski ekki í stuði fyrir það, sem er náttúrulega örugglega eins og í flest öllum öðrum vinnum líka.“ Embla Wigum segir samfélagsmiðlalífið margslungið þó að það sé oftast mjög skemmtilegt. Vísir/Vilhelm Í grunninn feimin Embla segist í grunnin vera frekar feimin og meira inn á við en út á við. „Það er svo fyndið að þegar ég byrjaði að gera þessi myndbönd þá var ég ein inni í herbergi í marga klukkutíma með sjálfri mér að dúlla mér. Það er það sem ég geri best. Svo kemur hin hliðin sem er að vera opinber persóna, að vera ákveðinn persónuleiki og sýna hver maður er, hitta fólk og svoleiðis, það kemur ekkert endilega náttúrulega fyrir mig. Það kemur með æfingunni og er ótrúlega gaman líka en maður er ekki endilega inni í þægindarammanum þar. Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn. Þá get ég haft þetta eins og ég vil, klippt þetta eins og ég vil og ég hef fulla stjórn á öllu ferlinu áður en ég set þetta út.“ Embla hefur ögrað þessu með því að fara til dæmis live á TikTok þar sem hún er í beinni inni á samfélagsmiðlinum. „Fyrst þegar að ég gerði það fannst mér það ótrúlega erfitt því þá gat ég ekki stýrt því. Það er líka svolítið gaman því ég held að fólk vilji alveg sjá svolítið raunsætt og hrátt efni á samfélagsmiðlum stundum. Ég get nefnilega verið svolítill fullkomnunarsinni, ég vil hafa efnið fullkomið, og það getur verið bæði gott og slæmt.“ Embla hefur gaman að því að skapa efni fyrir samfélagsmiðla en segist glíma við fullkomunaráráttu sem getur verið bæði góð og slæm. Aðsend Ein sú fyrsta til að ná milljón fylgjendum hér Förðunarmyndbönd Emblu eru listaverk og sýnir hún ótrúlega hæfni í alls kyns förðunartækni. Hún segist alla tíð hafa haft listræna eiginleika þó að hún hafi ekki alltaf vitað hvernig hún ætti að nýta sér þá. „Þegar ég var lítil var ég alltaf að teikna og mála en ég fann mig ekki hundrað prósent í því fyrr en ég byrjaði að prófa förðun. Það varð svona minn miðill fyrir listrænu hliðina mína og ég held að fólk sjái alveg listina í þessum flóknari lúkkum sem ég er að gera.“ Embla er sem áður segir með 2,5 milljón fylgjendur á TikTok í dag og var ein sú fyrsta til þess að fá milljón fylgjendur hérlendis. Hún fann fljótt að það lágu tækifæri í þessu og hugurinn leitaði út á stærri markað. „Á þessu tímabili var ég á samningi hjá Swipe Media og ég vann mjög náið með þeim. Upp kom hugmynd um að flytja eitthvert út saman og mig hafði alltaf langað að prófa að búa erlendis, alveg áður en ég byrjaði á samfélagsmiðlum. Mér fannst þetta góð hugmynd og það passaði mjög vel inn í minn tímaramma að prófa að gera eitthvað enn stærra erlendis. Það er ákveðið mikið sem maður getur gert á Íslandi og ef mann langar að prófa eitthvað nýtt þá er gaman að fara eitthvert annað. Ég var líka með rosa mikið af erlendum fylgjendum og að vinna með erlendum samstarfsaðilum. London varð fyrir valinu og ég ætlaði fyrst bara að prófa að vera þarna í smá stund. Nú er ég búin að búa úti í tvö ár og sé ekki fyrir mér að flytja heim neitt á næstunni,“ segir Embla og brosir. Emblu líður vel í London og stefnir ekki á að flytja heim á næstunni. Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað miklu stærri heimur úti. Það er að sjálfsögðu ótrúlega mikið af flottu fólki að gera flotta hluti á samfélagsmiðlum hér heima en Ísland er náttúrulega bara frekar lítið land þannig að það eru kannski ákveðin takmörk. Miðað við hvernig þetta var búið að ganga hjá mér og þá drauma sem ég hafði þá fannst mér það passa vel að fara út.“ Embla og súperstjarnan og leikkonan Millie Bobby Brown á góðri stundu á Netflix forsýningu kvikmyndarinnar Damsel.Aðsend Mikil samkeppni og auðvelt að fara í samanburð Með stærri tækifærum koma gjarnan stærri áskoranir og segir Embla að það sé erfiðara að koma sér á framfæri úti. „Samkeppnin er svo miklu meiri og það er sérstaklega erfitt að koma algjörlega nýr inn í senuna úti, það veit í raun enginn hver maður er. Það tekur smá tíma að koma sér fyrir og kynnast fólki en núna finnst mér þetta vera að ganga frekar vel og mér líður bara eins og þetta sé heima. En þetta er alveg flókið og getur algjörlega verið krefjandi. Stundum fæ ég heimþrá en það er aðallega bara að ég sakna fjölskyldu og vina. Mér finnst líka alltaf rosa gott að koma heim til Íslands en núna er ég með lífið mitt úti.“ Embla er búin að festa rætur í London og líður vel í stórborginni, þar sem hún fær til dæmis boð á ýmsa stóra og áhugaverða viðburði. Þó segir hún mikilvægt að passa vel upp á sig og samkeppnin geti verið erfið. Aðsend Fortíðar Embla væri stolt Embla tók séns á sjálfri sér þegar að hún ákvað að fara af fullum krafti í samfélagsmiðlana og flytja út. Hún er mjög glöð að hafa tekið þá ákvörðun þó að það sé auðvitað dagamunur á því hvernig gengur. „Þetta er náttúrulega svolítið mikil upp og niður vinna. Það koma erfið tímabil þar sem maður er aðeins að efast um sjálfa sig. Sömuleiðis að búa í borg þar sem er svo rosalega mikil samkeppni, það eru margir að gera eitthvað svipað og þú, þá þarf maður að minna sig á að maður eigi stað þarna og sé að gera vel. Það er svo ótrúlega auðvelt að fara að bera sig saman við aðra, sérstaklega þegar maður er svona nálægt þeim.“ Hún segist reyna eftir bestu getu að minna sig á þetta og læra að vera stolt af sér. „Maður festist stundum svolítið í því að hugsa hvað maður sé ekki að gera nógu vel. En ég reyni að minna mig á bara ég fyrir tveimur árum væri ótrúlega ánægð ef ég fengi að vita hvað ég er að gera núna. Það er erfitt að muna það í daglegu amstri. Maður þarf stundum aðeins að taka skref til baka og líta á hlutina frá öðru sjónarhorni til að sjá hversu langt maður er kominn.“ Embla segir mikilvægt að taka stundum skref til baka til að sjá hvert hún er komin. Aðsend Skilur íslenska slúðrið en finnst gott að týnast í fjöldanum Embla býr nú með breskri vinkonu sinni sem er á fullu í fitness. Hún flutti út með nokkrum Íslendingum frá Swipe Media og þar á meðal Nökkva Fjalari, en Embla og Nökkvi voru par um tíma. „Það er mjög gott á milli okkar. Við vorum náttúrulega vinir í tvö ár áður en við byrjuðum saman, þetta gekk ekki en endaði í góðu og við erum góðir vinir.“ Fréttamiðlar heima fjölluðu um sambandsslitin á sínum tíma og segir hún skrýtið að upplifa að úti í London viti enginn hver hún er eða sé að pæla í hennar persónulega lífi á sama tíma og á Íslandi viti allir allt um alla. „Það pirrar mig ekkert þannig séð, mér finnst það allt í lagi en það er bara dálítið skrýtið. Ég fatta það alveg því Ísland er náttúrulega svo lítið og það vita allir allt um alla og þetta er aðeins öðruvísi en úti. Mér finnst rosa gott að geta svolítið týnst í fjöldanum hér. Ég er frekar innhverf (e. introverted). Ég verð svo rosalega meðvituð um sjálfa mig þegar að ég er á Íslandi og ef ég er að birta eitthvað á samfélagsmiðla get ég alveg hugsað oh finnst einhverjum þetta asnalegt? Þegar að ég er úti þá er mér alveg sama og mér líður smá eins og enginn sé að pæla í mér en hér á Íslandi finnst mér fólk svo rosa mikið pæla í öðrum. Í London er svo ótrúlega mikið af fólki að gera sitt og líka að gera alls konar skrýtna hluti þannig að það er eiginlega ekkert sem maður gæti gert sem myndi sjokkera.“ Emblu finnst gott að geta týnst í fjöldanum í London og á góðar vinkonur úti. Aðsend Stórborgarlífið er margbreytilegt og segist Embla stöðugt sjá fólk syngjandi eða dansandi í lestinni eða úti á götu. „Maður pælir varla í því, það eru allir að gera sitt. Ég man svo vel eftir einum gaur sem ég var alltaf að sjá á Oxford Street. Hann var augljóslega ekki dansari en mætti alltaf með hátalara og var bara að dansa og hafa gaman og það voru allir að horfa á hann. Hann var bara geggjaður með ótrúlega góða orku en ég hugsaði bara þetta myndi aldrei gerast á Íslandi,“ segir Embla og hlær. View this post on Instagram A post shared by Embla Gabri ela Wigum (@emblawigum) Nauðsynlegt að taka andlegt frí frá skrollinu Hún segir að lífið úti sé ákveðin fjárfesting fyrir sig þar sem London er mjög kostnaðarsöm borg. „Ég tel það vera verðmæta fjárfestingu fyrir mig og fyrir þann árangur sem mig langar að ná. Mér finnst eins og það muni borga sig og tekjumöguleikarnir séu meiri hér þó að þetta sé smá hark. Það er klárlega mikill innblástur að vera þarna úti og í kringum allt þetta fólk. Ég er þó í raun stöðugt að pæla í vinnunni, maður er alltaf að pæla í hugmyndum og nýju efni, svolítið stöðugt í rannsóknarvinnu. Mér finnst þetta oftast gaman en það koma alveg erfiðari dagar. Maður á sína slæmu daga og þá langar mann kannski ekki að setjast fyrir framan myndavél en þá er gott að geta stýrt sér svolítið sjálf. Mér finnst þetta samt eiginlega alltaf ótrúlega gaman og ég væri ekki búin að vera að gera þetta svona lengi ef þetta væri ekki svona skemmtilegt.“ Embla á krúttlegar kisur úti sem hún segist elska mikið. Aðsend Þó segir hún að það geti stundum verið erfitt að kúpla sig út úr ofsahraðanum úti. „En ég hlúi að andlegu hliðinni með því að til dæmis eyða tíma með vinkonum mínum, kúri með kisunum mínum, eða fer í göngutúr í garðinum rétt hjá mér. Svo er líka nauðsynlegt að taka sér símapásu, svara ekki skilaboðum eða neitt. Ef ég er í fríi en er að skrolla þá fæ ég samviskubit yfir því að vera ekki að vinna að efni því ég sé alla hina sem eru að taka upp og gera eitthvað. Það getur verið pressa að vera alltaf að og ég er svona enn að læra inn á þetta.“ Embla segir nauðsynlegt að taka kærkomnar símapásur. Aðsend Mikilvægt að velja umboðsmann sem hægt sé að treysta Embla fór nýverið á skrá hjá nýjum umboðsmanni og segir að traust og vinátta skipti mestu máli þegar að það kemur að því að velja sér slíkan. „Ég var búin að segja upp hinum umboðsmanninum og spurðist mikið fyrir. Það eru ótrúlega margar umboðsskrifstofur úti en ég valdi þá sem mér leist best á. Ég fór á svona tíu fundi en hún stóð upp úr. Fyrir mér var mikilvægast að finna manneskjuna sem ég tengdi best við, ég held að þá gangi alltaf best. Þó að það sé ekki endilega stærsta umboðsskrifstofan þá skiptir máli að maður tengi við umboðsmanninn, að ég geti treyst henni og að henni sé ekki sama um mig og hugsi bara um peninga. Hún vill það besta fyrir mig, vill leita leiða til að láta draumana mína rætast og það skiptir hana máli að mér gangi vel.“ Embla á förðunarviðburði í London. Aðsend Milljónirnar smá eins og tölvuleikur Embla er með tugi milljóna á sum myndbönd hjá sér og hafa 28 milljónir séð eitt hennar vinsælasta myndband. „Þetta er svo fyndið því þetta er svo óraunverulegt. Þetta verður bara einhver tala, smá eins og tölvuleikur þar sem maður hugsar jei komin upp í 28 milljónir. En ég geri mér engan veginn grein fyrir því hvað það þýðir og fyrir þessum fjölda. Það er líka bara fínt, ég held að ég yrði alltof feimin ef ég færi að vera of meðvituð um alla sem eru að horfa. Ef ég myndi sjá allt þetta fólk fyrir framan mig myndi ég alveg fríka út.“ @emblawigum pov: weirdest makeup removal ever original sound - Embla Wigum Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að Embla tók upp sitt fyrsta TikTok myndband. Það sem hún segist fyrst og fremst hafa lært er að geta staðið með sjálfri sér. „Það er gott að vera með fólk í kringum sig en ég er manneskjan sem er alltaf að fara að vera með sjálfri mér þannig að ég verð að vera með mér í liði og setja mig í fyrsta sætið. Ég hef lært að passa það að standa með sjálfri mér og ekki bara reyna að geðjast fólki. Og ekki vera alltaf að bíða eftir að eitthvað komi til þín. Þú verður stundum að fara og biðja um tækifærin til þess að þau komi. Það er svolítið mikið út fyrir minn þægindaramma. En maður verður að vita sitt virði. Í þessum bransa sérstaklega er mikil og sýnileg mótspyrna, hvort sem það sé leiðinleg komment, áhorfin ekki eins góð og maður vill eða eitthvað gengur ekki eins og maður sá fyrir sér. Það skiptir máli að láta það ekki hafa áhrif á sjálfsmyndina heldur þarftu svolítið að geta aðskilið vinnuna frá sjálfri þér. Það getur verið mjög krefjandi því oft tengir maður sjálfsmyndina aðeins of mikið við vinnuna og velgengni.“ Embla segir mikilvægt að læra að fjarlægja sjálfsmynd sína frá vinnunni. Vísir/Vilhelm Með þykkari skráp eftir margra ára reynslu Hún segir að hún sjálf sé hennar fyrirtæki og því getur þetta verið flókið. „Það er erfitt að aðskilja sig frá því þegar að það gengur ekki vel því vinnan getur orðið allt sem maður er og það má ekki.“ Varðandi neikvæð komment segist Embla tiltölulega heppin með það að fá ekki of mikið af ljótum kommentum. „Ég held líka að efnið mitt sé ekkert sérstaklega mikið að ögra fólki þannig að það er kannski minna um þetta hjá mér. En ég fæ samt alveg stundum eitthvað ljótt. Ég skoða alltaf kommentin mín því ég vil svara fólki sem er að segja eitthvað fallegt og það skiptir mig máli að skoða þau. Þá er óhjákvæmilegt að sjá ef það kemur eitthvað leiðinlegt. Það hefur ekkert alltof mikil áhrif á mig en það fer eftir því hvað það er. Ef það er eitthvað sem ég er kannski svolítið óörugg með þá nær það alveg til manns en mér finnst ég betri í þessu núna en þegar að ég byrjaði. Þetta kannski stingur í örfáar mínútur og svo næ ég bara að halda áfram með daginn minn.“ Hún segir fyndið að taka eftir því hjá sjálfri sér hve auðvelt það getur verið að einblína frekar á neikvæð komment en þau jákvæðu. „Maður man þessi neikvæðu svo vel, sem er alveg fáránlegt. Maður þarf að læra að sleppa takinu á þessu og getur ekki stýrt þessu. Ég reyni frekar að hugsa bara hvað er þetta fólk að gera við tímann sinn og álit þeirra skiptir mig ekki máli fyrst það leyfir sér að skrifa svona.“ @emblawigum 2 days later.. ib: @noasol_matan @meghantrainor #makeuptransformation Made You Look - Meghan Trainor Áhugavert að deita í stórborginni Embla er einhleyp og umkringd góðum vinkonum úr fjölbreyttum áttum. Hún var eiginlega samfleytt í samböndum frá unglingsaldri og er því í fyrsta sinn að upplifa það í fyrsta sinn að fara á stefnumót eða deita. „Ég er svona smá að deita úti. Ég hef eiginlega aldrei verið eitthvað að deita á Íslandi, ég hef bara alltaf verið í samböndum. En frá því sem ég hef heyrt er deitingmenningin úti miklu meiri, að fara á stefnumót og fara til dæmis út að borða á fyrsta deiti. Það er samt líka smá klikkað því það er svo ótrúlega mikið af fólki úti og mér líður stundum eins og möguleikarnir geti verið yfirþyrmandi fyrir fólk. Þannig að fólk er kannski að fara á milljón fyrstu deit. Svo er maður ólíklega að fara að rekast á þetta fólk aftur þannig að það er auðvelt fyrir fólk að ghosta, eða tala aldrei aftur við viðkomandi. En þetta er áhugavert og alveg skemmtilegt. Á Íslandi þekkir maður eiginlega alla þannig að það er áhugavert að þekkja eiginlega engan, það er til dæmis mjög ólíklegt úti að þekkja einhvern á sama stað þegar þú ferð á deit. Á Íslandi gæti maður ekki farið á deit á veitingastað án þess að hitta liggur við alla sem maður þekkir, það er svo vandræðalegt. Það er næs að geta farið á deit með einhverjum sem þekkir ekki alla vini þína og það er svolítið frelsandi að geta prófað það. Það er svo mikið af mismunandi týpum og fólki í svona stórborg.“ Embla á mikið af góðum vinkonum úti og sér fyrir sér að vinna í samfélagsmiðlum úti eins lengi og hún getur. Aðsend Tekur framtíðinni með opnum hug Embla er með stóra drauma og fylgir hjartanu sínu. Framtíðin er þó óráðin hjá henni. „Ég á erfitt með að hugsa langt fram í tímann. Ég er alveg með mína drauma en þessi vinna er svo ný, þetta er allt svo nýtt og breytist svo hratt. Ég vil bara geta gert þetta eins lengi og hægt er og vonandi get ég unnið við þetta um ókomna tíð. Kannski deyr þetta út eftir nokkur ár og ég þarf að fara að gera eitthvað annað, hver veit. Kannski leiðir þetta út í eitthvað annað en ég er allavega opin fyrir framtíðinni,“ segir þessi samfélagsmiðlastjarna brosandi að lokum. Samfélagsmiðlar TikTok Íslendingar erlendis Hár og förðun Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Hún er ein af vinsælustu TikTok stjörnum landsins með 2,5 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum og lét drauminn rætast fyrir tveimur árum þegar hún flutti til London. Embla ræddi við blaðamann um bransann, lífið úti, velgengnina, samfélagsmiðlafrægðina, stefnumótamenninguna, slúður og margt fleira. Embla Wigum flutti til London og vinnur á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Lífið ekki jafn mikil glansmynd og það lítur út fyrir að vera Venjulegur dagur í lífi Emblu snýr mikið að því að taka upp efni og myndbönd. Sömuleiðis fær hún boð á ýmsa spennandi viðburði í London en samfélagsmiðlar eru hennar starfsgrein. Hún segir að tækifærin séu án efa stærri úti. „Þetta er stöðugt að vaxa hjá mér og án efa orðið stærra eftir að ég flutti út. Ég held samt að þetta líti út fyrir að vera meiri glansmynd en þetta í raun er. Ekki það að þetta sé ekki ótrúlega skemmtilegt og ég er búin að fá alls konar tækifæri. En ég held að þetta lúkki ótrúlega frábært út á við en það er ekki alltaf þannig,“ segir Embla og bætir við að þetta geti verið svolítið hark en gríðarlegur tími fer í gerð hvers myndbands. Embla á viðburði hjá vefmiðlinum Youtube. Aðsend „Rosaleg vinna að komast á þennan stað“ Umræðan um áhrifavalda hefur verið misjöfn í samfélaginu og spyr blaðamaður Emblu hvort það hafi áhrif á hana þegar fólk geri lítið úr starfinu. „Ég pæli alveg í þessu því maður heyrir fólk segja alls konar hluti og það eru ótrúlega margir sem tala illa um eða gera grín af áhrifavöldum. Ég skil það alveg upp að vissu marki því þetta er ekki geðveikt erfitt starf miðað við mörg önnur. Maður er ótrúlega heppinn að fá að vinna við þetta, maður stjórnar tímanum sínum sjálfur og svo er ótrúlega margt skemmtilegt sem maður fær að gera. En þetta er náttúrulega rosalega mikil vinna. Til dæmis bara það að koma sér á þennan stað, að geta unnið við þetta. Ég var að gera þetta í þrjú ár á fullu án þess að fá neitt greitt, ég var bara að reyna að koma mér á framfæri. Það eitt og sér er gríðarleg vinna.“ @emblawigum day 2! so happy this is kinda trending again Snow meiser Heat meiser mix by Mike DiNardo - Mike DiNardo Það býr margt að baki hvers TikTok myndbands og nefnir Embla meðal annars fundi með vörumerkjum, klipp og vinnsla á myndböndum, hugmyndavinna, rannsóknarvinna og fleira. „Ég sest ekkert niður í tvær mínútur fyrir framan símann og er bara búin, svo er ég bara hlaupandi um á flottum viðburðum. Þetta er ekkert þannig. Sömuleiðis þegar maður er á þessum viðburðum þá er maður þar til að vinna. Maður er að taka upp efni, tala við fólk og networka, það er líka vinna. Það getur alveg tekið smá á, því maður þarf að vera mjög félagslyndur þó að maður sé kannski ekki í stuði fyrir það, sem er náttúrulega örugglega eins og í flest öllum öðrum vinnum líka.“ Embla Wigum segir samfélagsmiðlalífið margslungið þó að það sé oftast mjög skemmtilegt. Vísir/Vilhelm Í grunninn feimin Embla segist í grunnin vera frekar feimin og meira inn á við en út á við. „Það er svo fyndið að þegar ég byrjaði að gera þessi myndbönd þá var ég ein inni í herbergi í marga klukkutíma með sjálfri mér að dúlla mér. Það er það sem ég geri best. Svo kemur hin hliðin sem er að vera opinber persóna, að vera ákveðinn persónuleiki og sýna hver maður er, hitta fólk og svoleiðis, það kemur ekkert endilega náttúrulega fyrir mig. Það kemur með æfingunni og er ótrúlega gaman líka en maður er ekki endilega inni í þægindarammanum þar. Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn. Þá get ég haft þetta eins og ég vil, klippt þetta eins og ég vil og ég hef fulla stjórn á öllu ferlinu áður en ég set þetta út.“ Embla hefur ögrað þessu með því að fara til dæmis live á TikTok þar sem hún er í beinni inni á samfélagsmiðlinum. „Fyrst þegar að ég gerði það fannst mér það ótrúlega erfitt því þá gat ég ekki stýrt því. Það er líka svolítið gaman því ég held að fólk vilji alveg sjá svolítið raunsætt og hrátt efni á samfélagsmiðlum stundum. Ég get nefnilega verið svolítill fullkomnunarsinni, ég vil hafa efnið fullkomið, og það getur verið bæði gott og slæmt.“ Embla hefur gaman að því að skapa efni fyrir samfélagsmiðla en segist glíma við fullkomunaráráttu sem getur verið bæði góð og slæm. Aðsend Ein sú fyrsta til að ná milljón fylgjendum hér Förðunarmyndbönd Emblu eru listaverk og sýnir hún ótrúlega hæfni í alls kyns förðunartækni. Hún segist alla tíð hafa haft listræna eiginleika þó að hún hafi ekki alltaf vitað hvernig hún ætti að nýta sér þá. „Þegar ég var lítil var ég alltaf að teikna og mála en ég fann mig ekki hundrað prósent í því fyrr en ég byrjaði að prófa förðun. Það varð svona minn miðill fyrir listrænu hliðina mína og ég held að fólk sjái alveg listina í þessum flóknari lúkkum sem ég er að gera.“ Embla er sem áður segir með 2,5 milljón fylgjendur á TikTok í dag og var ein sú fyrsta til þess að fá milljón fylgjendur hérlendis. Hún fann fljótt að það lágu tækifæri í þessu og hugurinn leitaði út á stærri markað. „Á þessu tímabili var ég á samningi hjá Swipe Media og ég vann mjög náið með þeim. Upp kom hugmynd um að flytja eitthvert út saman og mig hafði alltaf langað að prófa að búa erlendis, alveg áður en ég byrjaði á samfélagsmiðlum. Mér fannst þetta góð hugmynd og það passaði mjög vel inn í minn tímaramma að prófa að gera eitthvað enn stærra erlendis. Það er ákveðið mikið sem maður getur gert á Íslandi og ef mann langar að prófa eitthvað nýtt þá er gaman að fara eitthvert annað. Ég var líka með rosa mikið af erlendum fylgjendum og að vinna með erlendum samstarfsaðilum. London varð fyrir valinu og ég ætlaði fyrst bara að prófa að vera þarna í smá stund. Nú er ég búin að búa úti í tvö ár og sé ekki fyrir mér að flytja heim neitt á næstunni,“ segir Embla og brosir. Emblu líður vel í London og stefnir ekki á að flytja heim á næstunni. Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað miklu stærri heimur úti. Það er að sjálfsögðu ótrúlega mikið af flottu fólki að gera flotta hluti á samfélagsmiðlum hér heima en Ísland er náttúrulega bara frekar lítið land þannig að það eru kannski ákveðin takmörk. Miðað við hvernig þetta var búið að ganga hjá mér og þá drauma sem ég hafði þá fannst mér það passa vel að fara út.“ Embla og súperstjarnan og leikkonan Millie Bobby Brown á góðri stundu á Netflix forsýningu kvikmyndarinnar Damsel.Aðsend Mikil samkeppni og auðvelt að fara í samanburð Með stærri tækifærum koma gjarnan stærri áskoranir og segir Embla að það sé erfiðara að koma sér á framfæri úti. „Samkeppnin er svo miklu meiri og það er sérstaklega erfitt að koma algjörlega nýr inn í senuna úti, það veit í raun enginn hver maður er. Það tekur smá tíma að koma sér fyrir og kynnast fólki en núna finnst mér þetta vera að ganga frekar vel og mér líður bara eins og þetta sé heima. En þetta er alveg flókið og getur algjörlega verið krefjandi. Stundum fæ ég heimþrá en það er aðallega bara að ég sakna fjölskyldu og vina. Mér finnst líka alltaf rosa gott að koma heim til Íslands en núna er ég með lífið mitt úti.“ Embla er búin að festa rætur í London og líður vel í stórborginni, þar sem hún fær til dæmis boð á ýmsa stóra og áhugaverða viðburði. Þó segir hún mikilvægt að passa vel upp á sig og samkeppnin geti verið erfið. Aðsend Fortíðar Embla væri stolt Embla tók séns á sjálfri sér þegar að hún ákvað að fara af fullum krafti í samfélagsmiðlana og flytja út. Hún er mjög glöð að hafa tekið þá ákvörðun þó að það sé auðvitað dagamunur á því hvernig gengur. „Þetta er náttúrulega svolítið mikil upp og niður vinna. Það koma erfið tímabil þar sem maður er aðeins að efast um sjálfa sig. Sömuleiðis að búa í borg þar sem er svo rosalega mikil samkeppni, það eru margir að gera eitthvað svipað og þú, þá þarf maður að minna sig á að maður eigi stað þarna og sé að gera vel. Það er svo ótrúlega auðvelt að fara að bera sig saman við aðra, sérstaklega þegar maður er svona nálægt þeim.“ Hún segist reyna eftir bestu getu að minna sig á þetta og læra að vera stolt af sér. „Maður festist stundum svolítið í því að hugsa hvað maður sé ekki að gera nógu vel. En ég reyni að minna mig á bara ég fyrir tveimur árum væri ótrúlega ánægð ef ég fengi að vita hvað ég er að gera núna. Það er erfitt að muna það í daglegu amstri. Maður þarf stundum aðeins að taka skref til baka og líta á hlutina frá öðru sjónarhorni til að sjá hversu langt maður er kominn.“ Embla segir mikilvægt að taka stundum skref til baka til að sjá hvert hún er komin. Aðsend Skilur íslenska slúðrið en finnst gott að týnast í fjöldanum Embla býr nú með breskri vinkonu sinni sem er á fullu í fitness. Hún flutti út með nokkrum Íslendingum frá Swipe Media og þar á meðal Nökkva Fjalari, en Embla og Nökkvi voru par um tíma. „Það er mjög gott á milli okkar. Við vorum náttúrulega vinir í tvö ár áður en við byrjuðum saman, þetta gekk ekki en endaði í góðu og við erum góðir vinir.“ Fréttamiðlar heima fjölluðu um sambandsslitin á sínum tíma og segir hún skrýtið að upplifa að úti í London viti enginn hver hún er eða sé að pæla í hennar persónulega lífi á sama tíma og á Íslandi viti allir allt um alla. „Það pirrar mig ekkert þannig séð, mér finnst það allt í lagi en það er bara dálítið skrýtið. Ég fatta það alveg því Ísland er náttúrulega svo lítið og það vita allir allt um alla og þetta er aðeins öðruvísi en úti. Mér finnst rosa gott að geta svolítið týnst í fjöldanum hér. Ég er frekar innhverf (e. introverted). Ég verð svo rosalega meðvituð um sjálfa mig þegar að ég er á Íslandi og ef ég er að birta eitthvað á samfélagsmiðla get ég alveg hugsað oh finnst einhverjum þetta asnalegt? Þegar að ég er úti þá er mér alveg sama og mér líður smá eins og enginn sé að pæla í mér en hér á Íslandi finnst mér fólk svo rosa mikið pæla í öðrum. Í London er svo ótrúlega mikið af fólki að gera sitt og líka að gera alls konar skrýtna hluti þannig að það er eiginlega ekkert sem maður gæti gert sem myndi sjokkera.“ Emblu finnst gott að geta týnst í fjöldanum í London og á góðar vinkonur úti. Aðsend Stórborgarlífið er margbreytilegt og segist Embla stöðugt sjá fólk syngjandi eða dansandi í lestinni eða úti á götu. „Maður pælir varla í því, það eru allir að gera sitt. Ég man svo vel eftir einum gaur sem ég var alltaf að sjá á Oxford Street. Hann var augljóslega ekki dansari en mætti alltaf með hátalara og var bara að dansa og hafa gaman og það voru allir að horfa á hann. Hann var bara geggjaður með ótrúlega góða orku en ég hugsaði bara þetta myndi aldrei gerast á Íslandi,“ segir Embla og hlær. View this post on Instagram A post shared by Embla Gabri ela Wigum (@emblawigum) Nauðsynlegt að taka andlegt frí frá skrollinu Hún segir að lífið úti sé ákveðin fjárfesting fyrir sig þar sem London er mjög kostnaðarsöm borg. „Ég tel það vera verðmæta fjárfestingu fyrir mig og fyrir þann árangur sem mig langar að ná. Mér finnst eins og það muni borga sig og tekjumöguleikarnir séu meiri hér þó að þetta sé smá hark. Það er klárlega mikill innblástur að vera þarna úti og í kringum allt þetta fólk. Ég er þó í raun stöðugt að pæla í vinnunni, maður er alltaf að pæla í hugmyndum og nýju efni, svolítið stöðugt í rannsóknarvinnu. Mér finnst þetta oftast gaman en það koma alveg erfiðari dagar. Maður á sína slæmu daga og þá langar mann kannski ekki að setjast fyrir framan myndavél en þá er gott að geta stýrt sér svolítið sjálf. Mér finnst þetta samt eiginlega alltaf ótrúlega gaman og ég væri ekki búin að vera að gera þetta svona lengi ef þetta væri ekki svona skemmtilegt.“ Embla á krúttlegar kisur úti sem hún segist elska mikið. Aðsend Þó segir hún að það geti stundum verið erfitt að kúpla sig út úr ofsahraðanum úti. „En ég hlúi að andlegu hliðinni með því að til dæmis eyða tíma með vinkonum mínum, kúri með kisunum mínum, eða fer í göngutúr í garðinum rétt hjá mér. Svo er líka nauðsynlegt að taka sér símapásu, svara ekki skilaboðum eða neitt. Ef ég er í fríi en er að skrolla þá fæ ég samviskubit yfir því að vera ekki að vinna að efni því ég sé alla hina sem eru að taka upp og gera eitthvað. Það getur verið pressa að vera alltaf að og ég er svona enn að læra inn á þetta.“ Embla segir nauðsynlegt að taka kærkomnar símapásur. Aðsend Mikilvægt að velja umboðsmann sem hægt sé að treysta Embla fór nýverið á skrá hjá nýjum umboðsmanni og segir að traust og vinátta skipti mestu máli þegar að það kemur að því að velja sér slíkan. „Ég var búin að segja upp hinum umboðsmanninum og spurðist mikið fyrir. Það eru ótrúlega margar umboðsskrifstofur úti en ég valdi þá sem mér leist best á. Ég fór á svona tíu fundi en hún stóð upp úr. Fyrir mér var mikilvægast að finna manneskjuna sem ég tengdi best við, ég held að þá gangi alltaf best. Þó að það sé ekki endilega stærsta umboðsskrifstofan þá skiptir máli að maður tengi við umboðsmanninn, að ég geti treyst henni og að henni sé ekki sama um mig og hugsi bara um peninga. Hún vill það besta fyrir mig, vill leita leiða til að láta draumana mína rætast og það skiptir hana máli að mér gangi vel.“ Embla á förðunarviðburði í London. Aðsend Milljónirnar smá eins og tölvuleikur Embla er með tugi milljóna á sum myndbönd hjá sér og hafa 28 milljónir séð eitt hennar vinsælasta myndband. „Þetta er svo fyndið því þetta er svo óraunverulegt. Þetta verður bara einhver tala, smá eins og tölvuleikur þar sem maður hugsar jei komin upp í 28 milljónir. En ég geri mér engan veginn grein fyrir því hvað það þýðir og fyrir þessum fjölda. Það er líka bara fínt, ég held að ég yrði alltof feimin ef ég færi að vera of meðvituð um alla sem eru að horfa. Ef ég myndi sjá allt þetta fólk fyrir framan mig myndi ég alveg fríka út.“ @emblawigum pov: weirdest makeup removal ever original sound - Embla Wigum Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan að Embla tók upp sitt fyrsta TikTok myndband. Það sem hún segist fyrst og fremst hafa lært er að geta staðið með sjálfri sér. „Það er gott að vera með fólk í kringum sig en ég er manneskjan sem er alltaf að fara að vera með sjálfri mér þannig að ég verð að vera með mér í liði og setja mig í fyrsta sætið. Ég hef lært að passa það að standa með sjálfri mér og ekki bara reyna að geðjast fólki. Og ekki vera alltaf að bíða eftir að eitthvað komi til þín. Þú verður stundum að fara og biðja um tækifærin til þess að þau komi. Það er svolítið mikið út fyrir minn þægindaramma. En maður verður að vita sitt virði. Í þessum bransa sérstaklega er mikil og sýnileg mótspyrna, hvort sem það sé leiðinleg komment, áhorfin ekki eins góð og maður vill eða eitthvað gengur ekki eins og maður sá fyrir sér. Það skiptir máli að láta það ekki hafa áhrif á sjálfsmyndina heldur þarftu svolítið að geta aðskilið vinnuna frá sjálfri þér. Það getur verið mjög krefjandi því oft tengir maður sjálfsmyndina aðeins of mikið við vinnuna og velgengni.“ Embla segir mikilvægt að læra að fjarlægja sjálfsmynd sína frá vinnunni. Vísir/Vilhelm Með þykkari skráp eftir margra ára reynslu Hún segir að hún sjálf sé hennar fyrirtæki og því getur þetta verið flókið. „Það er erfitt að aðskilja sig frá því þegar að það gengur ekki vel því vinnan getur orðið allt sem maður er og það má ekki.“ Varðandi neikvæð komment segist Embla tiltölulega heppin með það að fá ekki of mikið af ljótum kommentum. „Ég held líka að efnið mitt sé ekkert sérstaklega mikið að ögra fólki þannig að það er kannski minna um þetta hjá mér. En ég fæ samt alveg stundum eitthvað ljótt. Ég skoða alltaf kommentin mín því ég vil svara fólki sem er að segja eitthvað fallegt og það skiptir mig máli að skoða þau. Þá er óhjákvæmilegt að sjá ef það kemur eitthvað leiðinlegt. Það hefur ekkert alltof mikil áhrif á mig en það fer eftir því hvað það er. Ef það er eitthvað sem ég er kannski svolítið óörugg með þá nær það alveg til manns en mér finnst ég betri í þessu núna en þegar að ég byrjaði. Þetta kannski stingur í örfáar mínútur og svo næ ég bara að halda áfram með daginn minn.“ Hún segir fyndið að taka eftir því hjá sjálfri sér hve auðvelt það getur verið að einblína frekar á neikvæð komment en þau jákvæðu. „Maður man þessi neikvæðu svo vel, sem er alveg fáránlegt. Maður þarf að læra að sleppa takinu á þessu og getur ekki stýrt þessu. Ég reyni frekar að hugsa bara hvað er þetta fólk að gera við tímann sinn og álit þeirra skiptir mig ekki máli fyrst það leyfir sér að skrifa svona.“ @emblawigum 2 days later.. ib: @noasol_matan @meghantrainor #makeuptransformation Made You Look - Meghan Trainor Áhugavert að deita í stórborginni Embla er einhleyp og umkringd góðum vinkonum úr fjölbreyttum áttum. Hún var eiginlega samfleytt í samböndum frá unglingsaldri og er því í fyrsta sinn að upplifa það í fyrsta sinn að fara á stefnumót eða deita. „Ég er svona smá að deita úti. Ég hef eiginlega aldrei verið eitthvað að deita á Íslandi, ég hef bara alltaf verið í samböndum. En frá því sem ég hef heyrt er deitingmenningin úti miklu meiri, að fara á stefnumót og fara til dæmis út að borða á fyrsta deiti. Það er samt líka smá klikkað því það er svo ótrúlega mikið af fólki úti og mér líður stundum eins og möguleikarnir geti verið yfirþyrmandi fyrir fólk. Þannig að fólk er kannski að fara á milljón fyrstu deit. Svo er maður ólíklega að fara að rekast á þetta fólk aftur þannig að það er auðvelt fyrir fólk að ghosta, eða tala aldrei aftur við viðkomandi. En þetta er áhugavert og alveg skemmtilegt. Á Íslandi þekkir maður eiginlega alla þannig að það er áhugavert að þekkja eiginlega engan, það er til dæmis mjög ólíklegt úti að þekkja einhvern á sama stað þegar þú ferð á deit. Á Íslandi gæti maður ekki farið á deit á veitingastað án þess að hitta liggur við alla sem maður þekkir, það er svo vandræðalegt. Það er næs að geta farið á deit með einhverjum sem þekkir ekki alla vini þína og það er svolítið frelsandi að geta prófað það. Það er svo mikið af mismunandi týpum og fólki í svona stórborg.“ Embla á mikið af góðum vinkonum úti og sér fyrir sér að vinna í samfélagsmiðlum úti eins lengi og hún getur. Aðsend Tekur framtíðinni með opnum hug Embla er með stóra drauma og fylgir hjartanu sínu. Framtíðin er þó óráðin hjá henni. „Ég á erfitt með að hugsa langt fram í tímann. Ég er alveg með mína drauma en þessi vinna er svo ný, þetta er allt svo nýtt og breytist svo hratt. Ég vil bara geta gert þetta eins lengi og hægt er og vonandi get ég unnið við þetta um ókomna tíð. Kannski deyr þetta út eftir nokkur ár og ég þarf að fara að gera eitthvað annað, hver veit. Kannski leiðir þetta út í eitthvað annað en ég er allavega opin fyrir framtíðinni,“ segir þessi samfélagsmiðlastjarna brosandi að lokum.
Samfélagsmiðlar TikTok Íslendingar erlendis Hár og förðun Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira