Stuðningur úr óvæntri átt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2024 09:00 „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun