Lífið

Bergur og Inga Lóa selja eitt glæsi­legasta hús Garða­bæjar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Inga Lóa og Bergur á góðri stundu.
Inga Lóa og Bergur á góðri stundu.

Bergur Konráðsson kírópraktor og eiginkona hans, Inga Lóa Bjarnadóttir aðstoðarmaður kírópraktors, hafa sett stórbrotið einbýlishús við Óttahæð í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 269 milljónir.

Bergur og Inga Lóa stofnuðu Kírópraktorstöðina árið 1995 að loknu námi í Bandaríkjunum. 

Húsið sem um ræðir er staðsett á fallegum útsýnisstað í Garðabænum og teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1992 en hefur verið endurnýjað töluvert frá þeim tíma. Hjónin festu kaup á eigninni árið 1999.

Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1992.Fasteignaljósmyndun

Eignin telur 310 fermetra og er á tveimur hæðum. Samtals eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. 

Á aðalhæð er gengið inn í stórar og bjartar stofur með útgengi á suð- vestursvali. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri. Í eldhúsi er vegleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi og stein á borðum. 

Heimili hjónanna er umvafið einstakri hönnun þar sem listaverk og klassískir hönnunarmunir prýða hvern krók og kima.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Falleg listaverk prýða hvert rými og gefa heildarmyndinni fágað yfirbragð.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Hjónasvítan á neðri hæðinni er hlýlega innréttuð búin Bose hljómtækjum og hátölurum sem fylgja með í kaupunum.

Umhverfis húsið er afgirtur og gróinn garður með verönd úr jatobvið ásamt stórum heitum potti. 

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið er afar veglegt.Fasteignaljósmyndun
Bogadreginn stigi leiðir niður á neðri hæð hússins.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.