Sú aðgerð er sögð spara ríkinu tíu milljarða en varaformaðurinn segir ekki hægt að rekja aukna þennslu til öryrkja.
Þá verður rætt við framkvæmdastjóra FÍB um bílastæði borgarinnar en Neytendastofa hefur ákveðið að hefja rannsókn á því fyrirkomulegi í kjölfar umkvartana FÍB.
Einnig heyrum við í Kaupmannahafnarbúa sem segir Dani slegna yfir brunanum mikla í Börsen í gær.
Í íþróttapakkanum verður fjallað um kaup danska liðsins Lyngby á Andra Lucasi Guðjohnsen og stiklað á stóru í Subway deild kvenna og Meistaradeild Evrópu.