Uppgjör, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 80-78 | Haukasigur eftir dramatík Siggeir Ævarsson skrifar 17. apríl 2024 20:44 Tinna Guðrún var góð í dag. Vísir/Pawel Haukar eru komnir í 2-1 í einvígi liðsins gegn Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjörnukonur voru afar nálægt ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta eftir að Haukar höfðu náð góðri forystu. Haukar tóku á móti Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en fyrir leikinn í kvöld höfðu báðir sigrar komið á heimavelli. Haukar þurftu því að verja sinn heimavallarrétt og Stjarnan að freista þess að stela einum útileik. Gestirnir fóru vel af stað með Kolbrúnu Ármannsdóttur í fararbroddi en þá komu níu stig í röð án svars og Haukar komnir með forystu. Heimakonur héldu í þá forystu allt til enda leikhlutans, staðan 20-19 að honum loknum. Kolbrún Ármannsdóttir var drjúg framan af leik en fór svo út af með fimm villur undir lokinVísir/Pawel Boðið var upp á nokkrar sveiflur í 2. leikhluta. Stjarnan byrjaði betur en svo voru Haukar allt í einu komnir í tíu stiga forystu. Arnar tók leikhlé á leikhlé ofan og góður lokakafli hjá Stjörnunni þýddi að munurinn var aðeins fimm stig í hálfleik, 35-40. Haukar náðu betri tökum á leiknum í 3. leikhluta og komu muninn mest upp í 14 stig. Arnar tók enn eitt leikhléið og Stjarnan klóraði aðeins í bakkann en flautukarfa frá Keiru þýddi að Haukar leiddu með tíu fyrir fjórða leikhluta. Heimakonur hófu lokaátökin af krafti og munurinn var allt í einu orðinn 18 stig þegar mest var. Katarzyna Trzeciak kastar mæðinniVísir/Pawel Stjörnukonur létu það þó ekki slá sig út af laginu og náðu að breyta stöðunni úr 75-57 í 75-74. Eftir langar stigalausar mínútur kom loksins þristur frá Tinnu Guðrúnu sem leysti Hauka úr snörunni. Stjarnan var grátlega nálægt því að snúa þessum leik sér í vil en Ísold fékk opið skot með 0,6 sekúndur á klukkunni sem hefði jafnað leikinn en það var aðeins of stutt. Haukar sleppa því með skrekkinn eftir slappa frammistöðu í fjórða leikhluta og taka 2-1 forystu í einvíginu. Þóra Kristín Jónsdóttir skilur Ísold eftir. Þóra skilaði 12 stigum og 8 stoðsendingum í kvöldVísir/Pawel Atvik leiksins Það kemur aðeins eitt atvik til greina en það átti sér stað þegar rúm sekúnda var á leikklukkunni og Haukar áttu innkast undir eigin körfu í stöðunni 80-78. Keira fékk boltann í hendur og Ísold virtist einfaldlega ýta henni út af vellinum. Keira Robinson sækir á körfuna, Katarzyna Trzeciak reynir að hafa hemil á henniVísir/Pawel Engin villa dæmd en þess í stað fékk Stjarnan innkast með 0,6 sekúndur eftir og títtnefnd Ísold fékk boltann í ágætis færi en skotið aðeins of stutt. Stjörnur og skúrkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst Hauka með 20 stig Tinna Guðrún Alexandersdóttir var hetja Hauka í lokin þegar hún kom loksins með körfu eftir langa bið. Hún og Keira Robinson fóru fyrir sóknarleik Hauka í kvöld, Tinna með 20 stig og Keira með 19. Þá bætti Keira við tíu fráköstum, átta stoðsendingum og fjórum stolnum boltum og Tinna lagði einnig átta fráköst í púkkið. Hjá Stjörnunni fór Ísold Sævarsdóttir fyrir endurkomu þeirra í fjórða leikhluta og endaði með 22 stig og átta stoðsendingar að auki. Ísold Sævarsdóttir fór á kostum í kvöldVísir/Pawel Denia Davis-Stewart skoraði gríðarlega mikilvæga körfu í lokin eftir víti þegar hún tók sóknarfrákast, en alls tók hún 20 fráköst í kvöld og skoraði 16 stig. Denia Davis-Stewart reif niður 20 fráköst í kvöldVísir/Pawel Dómarar Dómarar kvöldsins fara yfir stöðunaVísir/Pawel Dómaratríó kvöldsins skipuðu þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Ég hef nákvæmlega ekkert við þeirra störf að athuga ef frá er talið atvikið í lokin sem leit út eins og villa en þeir gleyptu flautuna. Kannski hef ég rangt fyrir mér, betur sjá augu en auga. Hendum 9 á tríóið þar til annað kemur í ljós. Stemming og umgjörð Annan leikinn í röð er undirritaður mættur á kvennaleik og grillið dregið fram. Þetta er vonandi eitthvað sem er komið til að vera. Möglega varð þó einhver afgangur af borgurum því stúkan var ekkert voðalega þétt setin. Að vísu dreifðust áhorfendur báðumegin í salinn og því virkaði mætingin minni en hún sennilega var. Ungir stuðningsmenn Hauka mættu í hús með trommur og fána löngu fyrir leik og létu vel í sér heyra. Þá var einn þeirra mættur í lukkudýrsgalla og var með stæla fyrir framan stuðningsmenn Stjörnunnar. Heilt yfir góð stemming í Ólafssal í kvöld og eldri stuðningsmenn mættu taka þessi yngri sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að láta í sér heyra. Viðtöl Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan
Haukar eru komnir í 2-1 í einvígi liðsins gegn Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjörnukonur voru afar nálægt ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta eftir að Haukar höfðu náð góðri forystu. Haukar tóku á móti Stjörnunni í kvöld í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en fyrir leikinn í kvöld höfðu báðir sigrar komið á heimavelli. Haukar þurftu því að verja sinn heimavallarrétt og Stjarnan að freista þess að stela einum útileik. Gestirnir fóru vel af stað með Kolbrúnu Ármannsdóttur í fararbroddi en þá komu níu stig í röð án svars og Haukar komnir með forystu. Heimakonur héldu í þá forystu allt til enda leikhlutans, staðan 20-19 að honum loknum. Kolbrún Ármannsdóttir var drjúg framan af leik en fór svo út af með fimm villur undir lokinVísir/Pawel Boðið var upp á nokkrar sveiflur í 2. leikhluta. Stjarnan byrjaði betur en svo voru Haukar allt í einu komnir í tíu stiga forystu. Arnar tók leikhlé á leikhlé ofan og góður lokakafli hjá Stjörnunni þýddi að munurinn var aðeins fimm stig í hálfleik, 35-40. Haukar náðu betri tökum á leiknum í 3. leikhluta og komu muninn mest upp í 14 stig. Arnar tók enn eitt leikhléið og Stjarnan klóraði aðeins í bakkann en flautukarfa frá Keiru þýddi að Haukar leiddu með tíu fyrir fjórða leikhluta. Heimakonur hófu lokaátökin af krafti og munurinn var allt í einu orðinn 18 stig þegar mest var. Katarzyna Trzeciak kastar mæðinniVísir/Pawel Stjörnukonur létu það þó ekki slá sig út af laginu og náðu að breyta stöðunni úr 75-57 í 75-74. Eftir langar stigalausar mínútur kom loksins þristur frá Tinnu Guðrúnu sem leysti Hauka úr snörunni. Stjarnan var grátlega nálægt því að snúa þessum leik sér í vil en Ísold fékk opið skot með 0,6 sekúndur á klukkunni sem hefði jafnað leikinn en það var aðeins of stutt. Haukar sleppa því með skrekkinn eftir slappa frammistöðu í fjórða leikhluta og taka 2-1 forystu í einvíginu. Þóra Kristín Jónsdóttir skilur Ísold eftir. Þóra skilaði 12 stigum og 8 stoðsendingum í kvöldVísir/Pawel Atvik leiksins Það kemur aðeins eitt atvik til greina en það átti sér stað þegar rúm sekúnda var á leikklukkunni og Haukar áttu innkast undir eigin körfu í stöðunni 80-78. Keira fékk boltann í hendur og Ísold virtist einfaldlega ýta henni út af vellinum. Keira Robinson sækir á körfuna, Katarzyna Trzeciak reynir að hafa hemil á henniVísir/Pawel Engin villa dæmd en þess í stað fékk Stjarnan innkast með 0,6 sekúndur eftir og títtnefnd Ísold fékk boltann í ágætis færi en skotið aðeins of stutt. Stjörnur og skúrkar Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst Hauka með 20 stig Tinna Guðrún Alexandersdóttir var hetja Hauka í lokin þegar hún kom loksins með körfu eftir langa bið. Hún og Keira Robinson fóru fyrir sóknarleik Hauka í kvöld, Tinna með 20 stig og Keira með 19. Þá bætti Keira við tíu fráköstum, átta stoðsendingum og fjórum stolnum boltum og Tinna lagði einnig átta fráköst í púkkið. Hjá Stjörnunni fór Ísold Sævarsdóttir fyrir endurkomu þeirra í fjórða leikhluta og endaði með 22 stig og átta stoðsendingar að auki. Ísold Sævarsdóttir fór á kostum í kvöldVísir/Pawel Denia Davis-Stewart skoraði gríðarlega mikilvæga körfu í lokin eftir víti þegar hún tók sóknarfrákast, en alls tók hún 20 fráköst í kvöld og skoraði 16 stig. Denia Davis-Stewart reif niður 20 fráköst í kvöldVísir/Pawel Dómarar Dómarar kvöldsins fara yfir stöðunaVísir/Pawel Dómaratríó kvöldsins skipuðu þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Ég hef nákvæmlega ekkert við þeirra störf að athuga ef frá er talið atvikið í lokin sem leit út eins og villa en þeir gleyptu flautuna. Kannski hef ég rangt fyrir mér, betur sjá augu en auga. Hendum 9 á tríóið þar til annað kemur í ljós. Stemming og umgjörð Annan leikinn í röð er undirritaður mættur á kvennaleik og grillið dregið fram. Þetta er vonandi eitthvað sem er komið til að vera. Möglega varð þó einhver afgangur af borgurum því stúkan var ekkert voðalega þétt setin. Að vísu dreifðust áhorfendur báðumegin í salinn og því virkaði mætingin minni en hún sennilega var. Ungir stuðningsmenn Hauka mættu í hús með trommur og fána löngu fyrir leik og létu vel í sér heyra. Þá var einn þeirra mættur í lukkudýrsgalla og var með stæla fyrir framan stuðningsmenn Stjörnunnar. Heilt yfir góð stemming í Ólafssal í kvöld og eldri stuðningsmenn mættu taka þessi yngri sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að láta í sér heyra. Viðtöl
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti