Lýsir letilífi rándýrra hæstaréttardómara Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 16:24 Jón Steinar hér ásamt Guðna Th. Jóhannssyni forseta. Hann telur að það verði að skrúfa fyrir að skattgreiðendur greiði fyrir upphald á rándýrum dómurum sem lifi letilífi. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir blöskranlegt að eftir breytingar sem áttu sér stað með millidómsstigi séu enn sjö hæstaréttardómarar. Jón Steinar ritar grein sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer ítarlega í saumana á þeim breytinginum sem orðið hafa á högum dómara. Helst er á honum að skilja að eftir að Landsréttur tók til starfa lifi dómarar letilífi á kostnað skattgreiðenda. „Lystisemdir dómara á kostnað skattgreiðenda“ nefnir Jón Steinar pistil sinn en þar bendir hann á að Landsréttur hafi tekið til starfa 1. janúar 2018. Hann segir að það hafi verið löngu tímabært til að létta of miklu álagi af Hæstarétti. „Fyrir breytingarnar 2018 störfuðu 9 dómarar í föstum stöðum við Hæstarétt. Lá auðvitað fyrir að þeim yrði fækkað vegna stórfellds samdráttar í verkefnum réttarins. Sýnilega voru efni til að hverfa aftur til þess fjölda dómara við Hæstarétt sem skipuðu dóminn fyrst eftir stofnun hans árið 1920, en þá voru þeir 3 eða 5 talsins,“ segir Jón Steinar. Hann segir að fyrir tilverknað dómaranna sjálfra hafi verið ákveðið að skipaðir yrðu 7 dómarar í réttinn eftir breytinguna 2018, en ekki 5 eins og bersýnilega hefði verið meira en nægilegt. „Þetta hefur haft þau áhrif að eftir að Landsréttur tók til starfa hafa dómendur í Hæstarétti verið fleiri en þörf er á og hafa þeir því, eins og kunnugt er, sinnt öðrum störfum meðfram dómsstörfunum. Sumir þeirra eru meira að segja fast skipaðir í kennarastöður við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir hafa gegnt öðrum störfum, aðallega hjá ríkinu. Auk þess fá þeir miklu meiri tíma en áður til orlofsferða til annarra landa og hafa a.m.k. sumir þeirra nýtt sér þann möguleika.“ Hér má sjá forseta Hæstaréttar og varaforseta, þau Benedikt Bogason og Ingveldi Einarsdóttur en þau hafa það gott í vinnunni, að sögn fyrrverandi hæstaréttardómara.hæstiréttur Jón Steinar segir landsmönnum flestum fyrir löngu ljós brýn nauðsyn á að spara útgjöld ríkisins. „Það samrýmist varla viðleitni til þess, að hafa starfandi hátt launaða embættismenn, sem hafa ekki nóg að gera og geta þess vegna gamnað sér við aðra sýslan á kostnað ríkisins.“ Lystisemdir dómaranna Hæstaréttardómarinn, sem á sínum tíma sá ekki út úr augum vegna anna, honum blöskrar þegar hann ber saman álagið, fyrir og eftir stofnun Landsréttar. Árið 2010 voru kveðnir upp 710 dómar en 60 dómar árið 2022. Dæmdum málum hefur því fækkað um 650 eða um 88 prósent. Dómarar Hæstaréttar.hæstiréttur „Það er hreinlega hneykslanlegt að stjórnvöld og löggjafi skuli láta undan kröfum Hæstaréttar um að 7 dómarar skuli skipa réttinn eftir fyrrnefndar breytingar, sem hafa haft í för með sér að þessir hátekjumenn ríkisins hafa haft jafn rúman tíma til starfa sinna og fram kemur í ársskýrslum réttarins.“ Og Jón Steinar hefur ekki lokið af lestri sínum: „Þeir hafa bæði getað bætt við sig öðrum vel launuðum störfum, oft hjá ríkinu, og spókað sig í skemmtiferðum til útlanda. Þetta gerist á kostnað skattgreiðenda. Hér er að finna enn eitt dæmið um sóun á fjármunum ríkisins. Sýnilega þykir þeim sem um þinga sjálfsagt að skattgreiðendur beri kostnaðinn af lystisemdum dómaranna.“ Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Jón Steinar ritar grein sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer ítarlega í saumana á þeim breytinginum sem orðið hafa á högum dómara. Helst er á honum að skilja að eftir að Landsréttur tók til starfa lifi dómarar letilífi á kostnað skattgreiðenda. „Lystisemdir dómara á kostnað skattgreiðenda“ nefnir Jón Steinar pistil sinn en þar bendir hann á að Landsréttur hafi tekið til starfa 1. janúar 2018. Hann segir að það hafi verið löngu tímabært til að létta of miklu álagi af Hæstarétti. „Fyrir breytingarnar 2018 störfuðu 9 dómarar í föstum stöðum við Hæstarétt. Lá auðvitað fyrir að þeim yrði fækkað vegna stórfellds samdráttar í verkefnum réttarins. Sýnilega voru efni til að hverfa aftur til þess fjölda dómara við Hæstarétt sem skipuðu dóminn fyrst eftir stofnun hans árið 1920, en þá voru þeir 3 eða 5 talsins,“ segir Jón Steinar. Hann segir að fyrir tilverknað dómaranna sjálfra hafi verið ákveðið að skipaðir yrðu 7 dómarar í réttinn eftir breytinguna 2018, en ekki 5 eins og bersýnilega hefði verið meira en nægilegt. „Þetta hefur haft þau áhrif að eftir að Landsréttur tók til starfa hafa dómendur í Hæstarétti verið fleiri en þörf er á og hafa þeir því, eins og kunnugt er, sinnt öðrum störfum meðfram dómsstörfunum. Sumir þeirra eru meira að segja fast skipaðir í kennarastöður við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir hafa gegnt öðrum störfum, aðallega hjá ríkinu. Auk þess fá þeir miklu meiri tíma en áður til orlofsferða til annarra landa og hafa a.m.k. sumir þeirra nýtt sér þann möguleika.“ Hér má sjá forseta Hæstaréttar og varaforseta, þau Benedikt Bogason og Ingveldi Einarsdóttur en þau hafa það gott í vinnunni, að sögn fyrrverandi hæstaréttardómara.hæstiréttur Jón Steinar segir landsmönnum flestum fyrir löngu ljós brýn nauðsyn á að spara útgjöld ríkisins. „Það samrýmist varla viðleitni til þess, að hafa starfandi hátt launaða embættismenn, sem hafa ekki nóg að gera og geta þess vegna gamnað sér við aðra sýslan á kostnað ríkisins.“ Lystisemdir dómaranna Hæstaréttardómarinn, sem á sínum tíma sá ekki út úr augum vegna anna, honum blöskrar þegar hann ber saman álagið, fyrir og eftir stofnun Landsréttar. Árið 2010 voru kveðnir upp 710 dómar en 60 dómar árið 2022. Dæmdum málum hefur því fækkað um 650 eða um 88 prósent. Dómarar Hæstaréttar.hæstiréttur „Það er hreinlega hneykslanlegt að stjórnvöld og löggjafi skuli láta undan kröfum Hæstaréttar um að 7 dómarar skuli skipa réttinn eftir fyrrnefndar breytingar, sem hafa haft í för með sér að þessir hátekjumenn ríkisins hafa haft jafn rúman tíma til starfa sinna og fram kemur í ársskýrslum réttarins.“ Og Jón Steinar hefur ekki lokið af lestri sínum: „Þeir hafa bæði getað bætt við sig öðrum vel launuðum störfum, oft hjá ríkinu, og spókað sig í skemmtiferðum til útlanda. Þetta gerist á kostnað skattgreiðenda. Hér er að finna enn eitt dæmið um sóun á fjármunum ríkisins. Sýnilega þykir þeim sem um þinga sjálfsagt að skattgreiðendur beri kostnaðinn af lystisemdum dómaranna.“
Rekstur hins opinbera Dómstólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira