Navalnaya sagði í viðtali við Time Magazine að eftir að Lenoid Volkov, vopnabróðir Navalnís, varð fyrir fólskulegri hamarsárás hafi hún ákveðið að ráða lífvörð öryggis hennar vegna.
Volkov sat í bíl fyrir utan heimili sitt í Vilníus þann 12. mars þegar árásarmaður veittist að honum með hamri og táragasi.
Fram kemur í frétt Reuters að leyniþjónustan í Litháen hafi sakað leyniþjónustuna í Rússlandi um verknaðinn.
Þrátt fyrir að árásin hafi orðið til þess að Navalnaya ákvað að bæta eigið öryggi segist hún ætla að halda baráttu eiginmannsins áfram. „Við höfum hugsað um að setja okkur nokkrar öryggisreglur. En í hreinskilni sagt líkar mér ekki vel við að ganga um með lífvörð,“ sagði Navalnaya við blaðamann Time.