Glæsilegur þokubogi í Gunnarsholti Lovísa Arnardóttir skrifar 18. apríl 2024 09:09 Þokuboginn er greinilegur þrátt fyrir þónokkra þoku. Mynd/Jakub Sidor Þokubogi myndaðist í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í morgun. Þokubogi er eins og hvítur regnbogi. Á vef Veðurstofunnar er að finna umfjöllun um þokuboga. Þar segir að hann líkist hvítum regnboga að því leytinu til að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum. Jakub Sidor tók myndir sem hann sendi á fréttastofu um klukkan átta í morgun. Þar segir einnig að hefðbundinn regnbogi sjáist þegar regn fellur en að baki áhorfanda skín sólin. Það þurfi einnig að gerast þegar þokubogi myndast en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum. Stórfenglegur þokubogi. Mynd/Jakub Sidor Við ljósbrot í skýjadropum, á sama hátt og í regndropum, endurkastast ljósið í átt að áhorfandanum frá aftara yfirborði dropans, en dreifing ljósgeislans er ríkjandi þáttur. Það þýðir, samkvæmt vef Veðurstofunnar, að endurkastaði geislinn er breiðari en frá regndropa og litirnir smyrjast út. Það gefur hvítan eða mjög lítinn þokuboga með daufum rauðum lit yst og bláum innst. Oft sjást þessir litir betur á ljósmyndum en með beru auga. Þokubogar eru einnig að jafnaði breiðari en regnbogar. Skýjadropar geta verið í lofti þótt frost fari allt niður að -15 stigum. Það getur því verið þoka og þokubogar birst áhorfenda þó frost sé allmikið. Þokuboginn er eins og hvítur regnbogi. Mynd/Jakub Sidor „Þoka er ekkert annað en ský við yfirborð og er samsett úr örsmáum vatnsdropum, skýjadropum sem eru 10–1000 sinnum minni er regndropar. Meðalradíus slíkra dropa er um 0,1 millimetrar, en getur verið allt frá 0,01 til 0,1 mm. Skýjadropar eru svo léttir að þeir svífa en þegar droparnir eru nógu þungir til að falla kallast þeir regndropar, og minnstu regndroparnir súldardropar,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veður Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar er að finna umfjöllun um þokuboga. Þar segir að hann líkist hvítum regnboga að því leytinu til að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum. Jakub Sidor tók myndir sem hann sendi á fréttastofu um klukkan átta í morgun. Þar segir einnig að hefðbundinn regnbogi sjáist þegar regn fellur en að baki áhorfanda skín sólin. Það þurfi einnig að gerast þegar þokubogi myndast en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum. Stórfenglegur þokubogi. Mynd/Jakub Sidor Við ljósbrot í skýjadropum, á sama hátt og í regndropum, endurkastast ljósið í átt að áhorfandanum frá aftara yfirborði dropans, en dreifing ljósgeislans er ríkjandi þáttur. Það þýðir, samkvæmt vef Veðurstofunnar, að endurkastaði geislinn er breiðari en frá regndropa og litirnir smyrjast út. Það gefur hvítan eða mjög lítinn þokuboga með daufum rauðum lit yst og bláum innst. Oft sjást þessir litir betur á ljósmyndum en með beru auga. Þokubogar eru einnig að jafnaði breiðari en regnbogar. Skýjadropar geta verið í lofti þótt frost fari allt niður að -15 stigum. Það getur því verið þoka og þokubogar birst áhorfenda þó frost sé allmikið. Þokuboginn er eins og hvítur regnbogi. Mynd/Jakub Sidor „Þoka er ekkert annað en ský við yfirborð og er samsett úr örsmáum vatnsdropum, skýjadropum sem eru 10–1000 sinnum minni er regndropar. Meðalradíus slíkra dropa er um 0,1 millimetrar, en getur verið allt frá 0,01 til 0,1 mm. Skýjadropar eru svo léttir að þeir svífa en þegar droparnir eru nógu þungir til að falla kallast þeir regndropar, og minnstu regndroparnir súldardropar,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veður Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira