Jón Gnarr nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 18,9 prósent þjóðarinnar og Halla Hrund Logadóttir 10,5 prósent. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi Baldurs og Jóns.
Halla Tómasdóttir mælist með 6,7 prósent stuðning, Arnar Þór Jónsson 3,8 prósent, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 1,8 prósent og Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,3 prósent.
Aðrir ná ekki yfir eitt prósent.
Könnunin fór fram dagana 12. til 16. apríl. Forsetakosningar fara fram 1. júní næstkomandi.