Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 09:57 Shokri Keryo gekk inn í dómsal í fylgd lögreglumanns við fyrirtöku málsins. Vísir/Arnar Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. Í samtali við fréttastofu segir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið fyrir héraðssaksóknara að Shokri hafi verið sakfelldur fyrir hættubrot en sýknaður af tilraun til manndráps. RÚV greindi fyrst frá dómnum sem var kveðinn upp í morgun. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflung. Shokri, sem er 21 árs gamall Svíi, neitaði sök fyrir dómi. Hann þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Þá sagðist Gabríel ekkert muna eftir árásinni. Við árásina brotnaði einnig afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Þá brotnaði rúða í íbúð fjölskyldu og hafnaði skot í vegg íbúðar þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Annari ákæru var bætt við málið í janúar, en sú varðaði umferðarlagabrot, en Shokri játaði sök í þeim. Gabríel fær 1,5 milljón krónur dæmdar í miskabætur. Tveir aðrir menn sem voru á vettvangi fá hvor um sig 800 þúsund krónur. Þá fær fólk sem var í húsinu þegar árásin átti sér stað einnig bætur. Annars vegar fær kona 600 þúsund krónur og hins vegar fær maður rúma milljón króna, en í þeim kostnaði er einnig að finna bætur vegna skemmda sem urðu á húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. 6. febrúar 2024 14:10 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið fyrir héraðssaksóknara að Shokri hafi verið sakfelldur fyrir hættubrot en sýknaður af tilraun til manndráps. RÚV greindi fyrst frá dómnum sem var kveðinn upp í morgun. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflung. Shokri, sem er 21 árs gamall Svíi, neitaði sök fyrir dómi. Hann þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Þá sagðist Gabríel ekkert muna eftir árásinni. Við árásina brotnaði einnig afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Þá brotnaði rúða í íbúð fjölskyldu og hafnaði skot í vegg íbúðar þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Annari ákæru var bætt við málið í janúar, en sú varðaði umferðarlagabrot, en Shokri játaði sök í þeim. Gabríel fær 1,5 milljón krónur dæmdar í miskabætur. Tveir aðrir menn sem voru á vettvangi fá hvor um sig 800 þúsund krónur. Þá fær fólk sem var í húsinu þegar árásin átti sér stað einnig bætur. Annars vegar fær kona 600 þúsund krónur og hins vegar fær maður rúma milljón króna, en í þeim kostnaði er einnig að finna bætur vegna skemmda sem urðu á húsinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. 6. febrúar 2024 14:10 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Sjá meira
Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. 6. febrúar 2024 14:10