Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. apríl 2024 12:29 Indriði Einar Reynisson heimilislæknir birti dæmi um læknisvottorð sem hann hefur þurft að skrifa á samfélagsmiðlum í gær. vísir Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. Indriði birti svo í gær á Facebook-síðu sinni lista með dæmum um vottorð sem hann hefur þurft að skrifa síðustu mánuði, til að sýna fram á það hversu bogin staðan er. Fjölmargir hafa deilt færslunni, þar á meðal læknar. „Ég var, eins og oft áður, að vinna langt fram á kvöld í gær við að skrifa vottorð. Tölvukerfið hrundi svo reglulega og ég fékk bara nóg að þessu pappírsfargani,“ segir Indriði og að allt of mikill tími af hans vinnudegi fari í þessa vinnu. Læknisvottorð fyrir fótbrotið barn Hér að neðan eru nokkur dæmi um það sem Indriði hefur þurft að votta: -Ég votta reglulega til félagsþjónustunnar að einstaklingur sé óvinnufær og óendurhæfingarfær vegna fíknivanda eða andlegs/líkamlegs sjúkdóms. Stundum biðja þeir um vottorðið á 2-3 mán fresti þrátt fyrir að allir vita að ástandið er óbreytt. -Ég hef gert vottorð vegna veikinda í prófum í háskóla, stundum þurft tvö eða þrjú mismunandi skólavottorð fyrir mismunandi próf í sömu veikindunum. - Ég var beðinn um leikfimisvottorð fyrir barn sem hafði brotnað í íþróttum og var í gipsi. Greinilega eru allir blindir á þetta gips nema læknirinn ég. Ég neitaði vottorðinu. „Ef viðkomandi er í hjólastól eða með gips eða það er augljóslega eitthvað að. Af hverju þarf ég að gera vottorð? Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum. „Á ég að gera það?“. Ég fær þessa tilfinningu reglulega. Svo bara sauð á mér í gærkvöldi og ég birti þennan lista “ segir Indriði og heldur áfram. „Tryggingarstofnun samþykkir eiginlega aldrei endurhæfingarvottorð frá læknum nema tvo mánuði í senn. Fólk þarf að koma því mjög reglulega til mín til að fá endurnýjun eða til að endurnýja lyfjaskírteini. Svo eru það sjúkraþjálfunarvottorðin. Fólk þarf að koma til mín einu sinni á ári til að endurnýja vegna vandamála sem eru samt alltaf þau sömu. Svo eru það beiðnir frá talmeinafræðingum sem eru það nýjasta,“ segir Indriði. Ekki menntaður talmeinafræðingur Það komi beiðni frá talmeinafræðingi, sem sé búinn að meta eitthvað barn, en matið sé ekki formlegt fyrr en hann sé búinn að votta það. „Ég hef ekki fengið neina þjálfun við mat eða meðferð á talþroska barna en samt á ég að gera vottorð fyrir slíkt. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Það þarf að breyta þessu. Ég vil frekar fá fleiri sjúklinga,“ segir Indriði. Hann segir að til viðbótar við vottorðin bætist svo Heilsuvera og ný lyfjakort. „Þetta er bara ástæðan fyrir því að margir kollegar eru að lenda í kulnun. Við erum að lenda á skriffinnskublokkum.“ Hér að neðan eru fleiri dæmi um vottorð sem Indriði hefur verið beðinn um að gera: - Einu sinni sendi ég barn á Landspítalann til mats á sjúkdómi. Svo var hringt í mig daginn eftir og ég beðinn að gera tilvísun brátt því barnið var kominn á skurðarborðið á Hringbraut og móðirin myndi ekki fá niðurgreidda skurðaðgerðina ef heilsugæslulæknirinn í Hafnarfirði gerði ekki tilvísun. - Ég gerði fyrir einn og sama sjúklinginn örorkuvottorð til TR, örorkuvottorð til lífeyrissjóðs, hjálpartækjabeiðni, bílastæðakort, endurnýjun á 10 lyfseðlum, lyfjaskírteini og beiðni í sjúkraþjálfun í bókaðan 20 mínútna tíma. Flest af þessu hafði hann fengið þetta endurnýjað 1-2 árum áður, en það þurfti víst að votta aftur að sjúklingurinn væri með ennþá með mænuskaða og í hjólastól. Þetta tók mig lengur en 20 mínútur. - Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum. Ctrl-C (copy) og Ctrl-V (paste) eru vinir mínir. - Byssuleyfisvottorð eru sérstök. Það eru engir verkferlar, reglugerðir eða gæðastaðlar hvað skal gera í veitingu byssuleyfisvottorðs. Samviskunnar vegna fletti ég allri sjúkraskrá viðkomandi upp, skoða lyfjagagnagrunn 7 ár aftur í tímann, skoða sjón og mæli blóðþrýsting, en ég gæti líka bara sleppt því og klárað þetta á 2 mínútum. - Dæmi um vottorð sem ég hef gert: Kafaravottorð, þjálfaravottorð, skólaferðalagsvottorð, skiptinámsvottorð. Sumt viðeigandi, önnur algjörlega tilgangslaus. - Dæmi um vottorð sem ég hef neitað; hnefaleikavottorð. Á að votta það að þú megir kýla þig/aðra í klessu? Uh, þú þarft ekkert vottorð uppá það. Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. 11. apríl 2024 12:49 Vilja einfalda fólki að komast til sjúkraþjálfara Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. 28. mars 2024 20:01 Hvetja heimilislækna til að hætta að skrifa tilvísanir vegna barna Félag íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér áskorun til félagsmanna um að „taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir vegna barna frá og með 15. febrúar 2024“. 12. febrúar 2024 08:18 Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. 23. janúar 2024 10:23 Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. 19. janúar 2024 10:35 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Indriði birti svo í gær á Facebook-síðu sinni lista með dæmum um vottorð sem hann hefur þurft að skrifa síðustu mánuði, til að sýna fram á það hversu bogin staðan er. Fjölmargir hafa deilt færslunni, þar á meðal læknar. „Ég var, eins og oft áður, að vinna langt fram á kvöld í gær við að skrifa vottorð. Tölvukerfið hrundi svo reglulega og ég fékk bara nóg að þessu pappírsfargani,“ segir Indriði og að allt of mikill tími af hans vinnudegi fari í þessa vinnu. Læknisvottorð fyrir fótbrotið barn Hér að neðan eru nokkur dæmi um það sem Indriði hefur þurft að votta: -Ég votta reglulega til félagsþjónustunnar að einstaklingur sé óvinnufær og óendurhæfingarfær vegna fíknivanda eða andlegs/líkamlegs sjúkdóms. Stundum biðja þeir um vottorðið á 2-3 mán fresti þrátt fyrir að allir vita að ástandið er óbreytt. -Ég hef gert vottorð vegna veikinda í prófum í háskóla, stundum þurft tvö eða þrjú mismunandi skólavottorð fyrir mismunandi próf í sömu veikindunum. - Ég var beðinn um leikfimisvottorð fyrir barn sem hafði brotnað í íþróttum og var í gipsi. Greinilega eru allir blindir á þetta gips nema læknirinn ég. Ég neitaði vottorðinu. „Ef viðkomandi er í hjólastól eða með gips eða það er augljóslega eitthvað að. Af hverju þarf ég að gera vottorð? Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum. „Á ég að gera það?“. Ég fær þessa tilfinningu reglulega. Svo bara sauð á mér í gærkvöldi og ég birti þennan lista “ segir Indriði og heldur áfram. „Tryggingarstofnun samþykkir eiginlega aldrei endurhæfingarvottorð frá læknum nema tvo mánuði í senn. Fólk þarf að koma því mjög reglulega til mín til að fá endurnýjun eða til að endurnýja lyfjaskírteini. Svo eru það sjúkraþjálfunarvottorðin. Fólk þarf að koma til mín einu sinni á ári til að endurnýja vegna vandamála sem eru samt alltaf þau sömu. Svo eru það beiðnir frá talmeinafræðingum sem eru það nýjasta,“ segir Indriði. Ekki menntaður talmeinafræðingur Það komi beiðni frá talmeinafræðingi, sem sé búinn að meta eitthvað barn, en matið sé ekki formlegt fyrr en hann sé búinn að votta það. „Ég hef ekki fengið neina þjálfun við mat eða meðferð á talþroska barna en samt á ég að gera vottorð fyrir slíkt. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Það þarf að breyta þessu. Ég vil frekar fá fleiri sjúklinga,“ segir Indriði. Hann segir að til viðbótar við vottorðin bætist svo Heilsuvera og ný lyfjakort. „Þetta er bara ástæðan fyrir því að margir kollegar eru að lenda í kulnun. Við erum að lenda á skriffinnskublokkum.“ Hér að neðan eru fleiri dæmi um vottorð sem Indriði hefur verið beðinn um að gera: - Einu sinni sendi ég barn á Landspítalann til mats á sjúkdómi. Svo var hringt í mig daginn eftir og ég beðinn að gera tilvísun brátt því barnið var kominn á skurðarborðið á Hringbraut og móðirin myndi ekki fá niðurgreidda skurðaðgerðina ef heilsugæslulæknirinn í Hafnarfirði gerði ekki tilvísun. - Ég gerði fyrir einn og sama sjúklinginn örorkuvottorð til TR, örorkuvottorð til lífeyrissjóðs, hjálpartækjabeiðni, bílastæðakort, endurnýjun á 10 lyfseðlum, lyfjaskírteini og beiðni í sjúkraþjálfun í bókaðan 20 mínútna tíma. Flest af þessu hafði hann fengið þetta endurnýjað 1-2 árum áður, en það þurfti víst að votta aftur að sjúklingurinn væri með ennþá með mænuskaða og í hjólastól. Þetta tók mig lengur en 20 mínútur. - Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum. Ctrl-C (copy) og Ctrl-V (paste) eru vinir mínir. - Byssuleyfisvottorð eru sérstök. Það eru engir verkferlar, reglugerðir eða gæðastaðlar hvað skal gera í veitingu byssuleyfisvottorðs. Samviskunnar vegna fletti ég allri sjúkraskrá viðkomandi upp, skoða lyfjagagnagrunn 7 ár aftur í tímann, skoða sjón og mæli blóðþrýsting, en ég gæti líka bara sleppt því og klárað þetta á 2 mínútum. - Dæmi um vottorð sem ég hef gert: Kafaravottorð, þjálfaravottorð, skólaferðalagsvottorð, skiptinámsvottorð. Sumt viðeigandi, önnur algjörlega tilgangslaus. - Dæmi um vottorð sem ég hef neitað; hnefaleikavottorð. Á að votta það að þú megir kýla þig/aðra í klessu? Uh, þú þarft ekkert vottorð uppá það.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. 11. apríl 2024 12:49 Vilja einfalda fólki að komast til sjúkraþjálfara Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. 28. mars 2024 20:01 Hvetja heimilislækna til að hætta að skrifa tilvísanir vegna barna Félag íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér áskorun til félagsmanna um að „taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir vegna barna frá og með 15. febrúar 2024“. 12. febrúar 2024 08:18 Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. 23. janúar 2024 10:23 Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. 19. janúar 2024 10:35 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. 11. apríl 2024 12:49
Vilja einfalda fólki að komast til sjúkraþjálfara Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Formaður Félags sjúkraþjálfara vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu. 28. mars 2024 20:01
Hvetja heimilislækna til að hætta að skrifa tilvísanir vegna barna Félag íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér áskorun til félagsmanna um að „taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir vegna barna frá og með 15. febrúar 2024“. 12. febrúar 2024 08:18
Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. 23. janúar 2024 10:23
Fimm stöðugildi heimilislækna fara í sjúkraþjálfunarbeiðnir Formaður Læknafélagsins segir sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. 19. janúar 2024 10:35