Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Boði Logason skrifar 18. apríl 2024 16:36 Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Getty Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira