Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:51 Fulltrúar Kennedy-ættarinnar kynna Joe Biden á kosningafundi í Fíladelfíu í dag. AP/Alex Brandon Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent