Má brjóta lög? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2024 10:01 Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun