Sakaður um fjölda afbrota: Ungar stúlkur einar heima urðu skelkaðar þegar hann ruddist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 10:23 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald mannsins. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um fjölda afbrota þarf að dúsa í gæsluvarðhaldi þangað til þann þrettánda maí næstkomandi. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans. Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans.
Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira