Þýðir ekki að mæta með hangandi haus: „Það er ekkert bull“ Aron Guðmundsson skrifar 20. apríl 2024 10:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun þurfa að tryggja sér sæti á HM án þess að geta treyst á landsliðsmarkvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson í einvígi sínu gegn landsliði Eistlands. Landsliðsþjálfarinn segir það ekki þýða neitt að mæta með hangandi haus í verkefnið sem er gegn fyrir fram töluvert veikari andstæðingi. HSÍ boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem að Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari opinberaði landsliðshópinn fyrir komandi verkefni Strákanna okkar, einvígi heima og að heiman gegn Eistlandi þar sem að sæti á HM er í boði. Eitthvað erum forföll hjá íslenska liðinu. Viktor Gísli Hallgrímsson, Stiven Tobar Valencia og Kristján Örn Kristjánsson eru allir frá vegna meiðsla en að öðru leiti gat Snorri valið þá leikmenn sem hann vildi. „Viktor hefur verið okkar markmaður númer eitt, lykilmaður í þessu liði. Hann meiddist um daginn, var ekki með í síðasta verkefni heldur. Þetta kemur ekkert í bakið á mér. Ég reiknaði með þessu. Að því sögðu erum við með Björgvin Pál og Ágúst Elí í markmannsstöðunni. Mér líður vel með það,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Stiven meiddist fyrir stuttu síðan. Getur ekki tekið þátt í þessu verkefni. Að öðru leiti eru allir heilir heilsu og klárir í þetta verkefni. Enn þá. Það getur enn alveg fullt gerst en þessir leikmenn í hópnum eru á fínum stað. Margir þeirra eru að spila mikið og vel. Við erum bara brattir.“ Ef við horfum á þá leikmenn sem mynduðu EM hóp Íslands þá sjáum við að Kristján Örn, Donni, er einn þeirra leikmanna sem kemst ekki í næsta hóp. Hver er staðan á honum? „Hann er meiddur líka. Fór í aðgerð strax eftir EM og það var vitað að hann yrði lengi frá. Ég ræddi við hann fyrir stuttu síðan. Endurhæfingin gengur vel en hann er meiddur á öxl. Það tekur sinn tíma að koma til baka eftir slík meiðsli, hefur sinn gang. Hans einbeiting fer nú í það að ná fyrri styrk og vera klár í að koma inn í liðið næsta haust.“ Mikið í húfi En hvernig metur hann stöðuna á leikmönnum Íslands svona skömmu fyrir næsta verkefni? „Mér hefur litist vel á það sem ég hef verið að sjá. Eins og gengur og gerist eru menn að spila mismikið og allt það. Hins vegar eru margir af mínum lykilmönnum að spila vel og að spila mikið. Það er langt liðið á tímabilið hjá okkur í handboltanum. Sem betur fer eru margir af okkar leikmönnum að spila upp á skemmtilega hluti. Það eru úrslitakeppnir í gangi. Titlar í boði fyrir marga. Meðal annars Evrópumeistaratitillinn og annað. Fókusinn hjá mönnum er þar af leiðandi mikill. Ég vænti þess að það verði einnig upp á teningnum þegar að leikmenn koma saman og hefja undirbúning fyrir þetta einvígi gegn Eistlandi. Það er mikið í húfi fyrir okkur. Mikið að tapa. Stórmót í húfi. HM. Við viljum vera þar. Því þurfum við að nálgast þetta verkefni af virðingu og einbeitingu. Ísland hefur einvígið á heimavelli miðvikudaginn 8.maí næstkomandi. Þann 11.maí mætast liðin svo öðru sinni í Eistlandi. Fyrir fram er Íslenska liðið talið mun líklegra til afreka og ætti að vera formsatriði fyrir liðið að tryggja sér sæti á HM. Hins vegar þýðir ekki að mæta til leiks gegn Eistum með hangandi haus. „Það er ekkert bull að á pappír erum við betra liðið. Það hljóta flestir að vera sammála um það. Það er eitt. Við þurfum bara að sýna það og sanna að það sé rétt. Ef þú gerir eitthvað með hangandi haus í handbolta í dag þá er það bara vesen. Þá er það bara leiðinlegt. Þetta krefst einbeitingar og ákveðins hugarfars þegar að þú mætir í landsliðsverkefni á borð við þetta frá þínu félagsliði þegar að svona langt er liðið á tímabilið. Mínir leikmenn hafa hins vegar allir gert það áður. Þeir þekkja þetta og vilja þetta sjálfir. Vilja vera á HM og koma sér þangað. Þangað til annað kemur í ljós hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
HSÍ boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem að Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari opinberaði landsliðshópinn fyrir komandi verkefni Strákanna okkar, einvígi heima og að heiman gegn Eistlandi þar sem að sæti á HM er í boði. Eitthvað erum forföll hjá íslenska liðinu. Viktor Gísli Hallgrímsson, Stiven Tobar Valencia og Kristján Örn Kristjánsson eru allir frá vegna meiðsla en að öðru leiti gat Snorri valið þá leikmenn sem hann vildi. „Viktor hefur verið okkar markmaður númer eitt, lykilmaður í þessu liði. Hann meiddist um daginn, var ekki með í síðasta verkefni heldur. Þetta kemur ekkert í bakið á mér. Ég reiknaði með þessu. Að því sögðu erum við með Björgvin Pál og Ágúst Elí í markmannsstöðunni. Mér líður vel með það,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Stiven meiddist fyrir stuttu síðan. Getur ekki tekið þátt í þessu verkefni. Að öðru leiti eru allir heilir heilsu og klárir í þetta verkefni. Enn þá. Það getur enn alveg fullt gerst en þessir leikmenn í hópnum eru á fínum stað. Margir þeirra eru að spila mikið og vel. Við erum bara brattir.“ Ef við horfum á þá leikmenn sem mynduðu EM hóp Íslands þá sjáum við að Kristján Örn, Donni, er einn þeirra leikmanna sem kemst ekki í næsta hóp. Hver er staðan á honum? „Hann er meiddur líka. Fór í aðgerð strax eftir EM og það var vitað að hann yrði lengi frá. Ég ræddi við hann fyrir stuttu síðan. Endurhæfingin gengur vel en hann er meiddur á öxl. Það tekur sinn tíma að koma til baka eftir slík meiðsli, hefur sinn gang. Hans einbeiting fer nú í það að ná fyrri styrk og vera klár í að koma inn í liðið næsta haust.“ Mikið í húfi En hvernig metur hann stöðuna á leikmönnum Íslands svona skömmu fyrir næsta verkefni? „Mér hefur litist vel á það sem ég hef verið að sjá. Eins og gengur og gerist eru menn að spila mismikið og allt það. Hins vegar eru margir af mínum lykilmönnum að spila vel og að spila mikið. Það er langt liðið á tímabilið hjá okkur í handboltanum. Sem betur fer eru margir af okkar leikmönnum að spila upp á skemmtilega hluti. Það eru úrslitakeppnir í gangi. Titlar í boði fyrir marga. Meðal annars Evrópumeistaratitillinn og annað. Fókusinn hjá mönnum er þar af leiðandi mikill. Ég vænti þess að það verði einnig upp á teningnum þegar að leikmenn koma saman og hefja undirbúning fyrir þetta einvígi gegn Eistlandi. Það er mikið í húfi fyrir okkur. Mikið að tapa. Stórmót í húfi. HM. Við viljum vera þar. Því þurfum við að nálgast þetta verkefni af virðingu og einbeitingu. Ísland hefur einvígið á heimavelli miðvikudaginn 8.maí næstkomandi. Þann 11.maí mætast liðin svo öðru sinni í Eistlandi. Fyrir fram er Íslenska liðið talið mun líklegra til afreka og ætti að vera formsatriði fyrir liðið að tryggja sér sæti á HM. Hins vegar þýðir ekki að mæta til leiks gegn Eistum með hangandi haus. „Það er ekkert bull að á pappír erum við betra liðið. Það hljóta flestir að vera sammála um það. Það er eitt. Við þurfum bara að sýna það og sanna að það sé rétt. Ef þú gerir eitthvað með hangandi haus í handbolta í dag þá er það bara vesen. Þá er það bara leiðinlegt. Þetta krefst einbeitingar og ákveðins hugarfars þegar að þú mætir í landsliðsverkefni á borð við þetta frá þínu félagsliði þegar að svona langt er liðið á tímabilið. Mínir leikmenn hafa hins vegar allir gert það áður. Þeir þekkja þetta og vilja þetta sjálfir. Vilja vera á HM og koma sér þangað. Þangað til annað kemur í ljós hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða