„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2024 21:16 Jóhann Þór var stoltur af sínum mönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. Grindavík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla eftir 91-89 sigur í æsispennandi leik gegn Tindastóli í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson sagði að þetta hafi verið fyrsta markmiðið sem liðið setti sér í vetur. „Til að byrja með var þetta opinbert markmið. Ég er bara ánægður því við byrjuðum mjög illa. Við náðum aldrei takti og Stólarnir gera vel, hitta vel. Við erum í einhverri þarmaflóru en náðum að stilla þetta af fyrir hálfleik,“ bætti Jóhann Þór við en Tindastóll náði mest 19 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum en Grindvíkingar voru búnir að ná muninum nður í eitt stig fyrir hálfleik. „Við gerðum ekki nægilega vel í að sækja á körfuna, vorum að sætta okkur alltof mikið við þriggja stiga skot. Þegar við fórum að sækja á hringinn þá komst þetta í jafnvægi en ég er helst óánægður með hvað við vorum lengi að kveikja í okkur. Sigur, það er bara geggjað.“ Jóhann vill þó ekki meina að lið Tindastóls hafi sjokkerað Grindvíkinga með góðri byrjun. „Nei nei, við vorum bara flatir. Bæði lið geta byrjað svona en þeir hittu bara. Við fáum okkur tólf stig í öðru leikhluta og komum til baka. Ég er bara hrikalega stoltur og þetta er það sem fólk bjóst við,, að þetta yrði tæpt. Fínt að enda þetta þannig þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn.“ Undir lokin skiptust liðin á að skora körfur en það var svo Dedrick Basile sem var maðurinn sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Grindavík. Síðustu sex stig Grindvíkinga komu öll eftir að hann keyrði á körfuna og annað hvort bjó til stig fyrir félaga sína eða skoraði sjálfur. „Við fórum bara í það að sækja á hringinn. Hann gerði bara mjög vel,“ sagði pollrólegur Jóhann Þór Ólafsson að lokum en Grindavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum og óljóst hverjir andstæðingar þeirra verða. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira
Grindavík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla eftir 91-89 sigur í æsispennandi leik gegn Tindastóli í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson sagði að þetta hafi verið fyrsta markmiðið sem liðið setti sér í vetur. „Til að byrja með var þetta opinbert markmið. Ég er bara ánægður því við byrjuðum mjög illa. Við náðum aldrei takti og Stólarnir gera vel, hitta vel. Við erum í einhverri þarmaflóru en náðum að stilla þetta af fyrir hálfleik,“ bætti Jóhann Þór við en Tindastóll náði mest 19 stiga forskoti í fyrsta leikhlutanum en Grindvíkingar voru búnir að ná muninum nður í eitt stig fyrir hálfleik. „Við gerðum ekki nægilega vel í að sækja á körfuna, vorum að sætta okkur alltof mikið við þriggja stiga skot. Þegar við fórum að sækja á hringinn þá komst þetta í jafnvægi en ég er helst óánægður með hvað við vorum lengi að kveikja í okkur. Sigur, það er bara geggjað.“ Jóhann vill þó ekki meina að lið Tindastóls hafi sjokkerað Grindvíkinga með góðri byrjun. „Nei nei, við vorum bara flatir. Bæði lið geta byrjað svona en þeir hittu bara. Við fáum okkur tólf stig í öðru leikhluta og komum til baka. Ég er bara hrikalega stoltur og þetta er það sem fólk bjóst við,, að þetta yrði tæpt. Fínt að enda þetta þannig þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn.“ Undir lokin skiptust liðin á að skora körfur en það var svo Dedrick Basile sem var maðurinn sem sigldi sigrinum í höfn fyrir Grindavík. Síðustu sex stig Grindvíkinga komu öll eftir að hann keyrði á körfuna og annað hvort bjó til stig fyrir félaga sína eða skoraði sjálfur. „Við fórum bara í það að sækja á hringinn. Hann gerði bara mjög vel,“ sagði pollrólegur Jóhann Þór Ólafsson að lokum en Grindavík er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum og óljóst hverjir andstæðingar þeirra verða.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira