Juventus lenti undir á móti Sassuolo á 55. mínútu en kom til baka og tryggði sér sigur með mörkum á 58. og 80. mínútu.
Sara Björk lék allan leikinn á miðju liðsins. Mörkin skoruðu varnarmaðurinn Lisa Boattin og framherjinn Paulina Nyström.
Sara Björk missti af leikjum Juventus í febrúar og byrjun mars vegna meiðsla en hafði komið inn á sem varamaður í síðustu fjórum leikjum.
Nú var hún aftur á móti kominn aftur í byrjunarliðið í fyrsta sinn síðan 4. febrúar.
Sigurinn styrkir stöðu Juventus í öðru sæti í úrslitakeppni bestu liðanna en liðið er enn tíu stigum á eftir toppliði Roma.