Fótbolti

Messi allt í öllu í sigri í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar öðru marka sinna fyrir Inter Miami í sigrinum í nótt.
Lionel Messi fagnar öðru marka sinna fyrir Inter Miami í sigrinum í nótt. AP/Marta Lavandier

Lionel Messi var öflugur í nótt þegar Inter Miami vann 3-1 sigur á Nashville SC í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Íslendingaliðin náðu bæði að tryggja sér jafntefli í uppbótatíma.

Messi skoraði tvö mörk sjálfur í leiknum og gaf einnig stoðsendingu á góðvin sinn Sergio Busquets.

Messi skoraði fyrsta markið eftir stoðsendingu frá Luis Suarez á 11. mínútu en það seinna úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Miami liðið lenti undir strax á 2. mínútu þegar þeir skoruðu sjálfsmark. Messi jafnaði níu mínútum síðar og lagði síðan upp mark fyrir Busquets eftir 39 mínútna leik.

Messi er þar með kominn með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í fyrstu fjórum leikjunum eftir að hann kom til bara eftir meiðsli.

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City náðu 2-2 jafntefli á útivelli á CF Montreal með því að jafna metin í uppbótatíma. Dagur Dan spilaði allan leikinn.

Nökkvi kom inn á sem varamaður sautján mínútum fyrir leikslok þegar lið hans St. Louis City gerði 3-3 jafntefli á útivelli á móti Sporting Kansas City. Staðan var 2-2 þegar Nökkvi kom inn í leikinn.

Sporting Kansas City komst yfir í 3-2 fjórum mínútum síðar en St. Louis menn tókst að jafna metin í uppbótatíma.

Inter Miami er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 5 sigra og 3 jafntefli í 10 leikjum. St. Louis City er í áttunda sætinu í Vesturdeildinni og Orlando City er í 12. sæti í Austurdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×