Létti sig um tvö kíló og bætti heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis við töfluna sem sýnir heimsetið hans. Getty/DI YIN Svíinn Armand Duplantis sló sitt eigið heimsmet í stangarstökki í gær þegar hann fór yfir 6,24 metra á Demantamóti í Xiamen í Kína. Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Þessi 24 ára Svíi fór yfir 6,24 metra í fyrstu tilraun alveg eins og hann fór yfir 5,62 metra, 5,82 metra og 6,00 metra í fyrstu tilraun. Hann vann með miklum yfirburðum því Sam Kendricks varð í öðru sætinu með stökk yfir 5,82 metra. Mælingar sýndu að Svíinn var fimm sentimetrum yfir ránni í heimsmetsstökkinu og það þýðir að hann gæti farið yfir 6,29 metra í framtíðinni. Duplantis sló sitt fyrsta heimsmet árið 2020 og hefur síðan slegið það sjö sinnum til viðbótar. Hann leit hins vegar ekki allt of vel út undir lok innanhússtímabilsins. „Já ég er búinn að missa tvö kíló síðan að innanhússtímabilinu lauk. Það var vakning fyrir mig þegar ég átti í þessum vandræðum í úrslitunum á HM innanhúss,“ sagði Duplantis. Þar felldi hann 5,85 metra tvisvar og var nálægt því að missa af gullinu. Hann komst yfir í þriðju tilraun, fór á endanum yfir 6,05 metra og vann sitt fjórða heimsmeistaragull. „Allt innanhússtímabilið gekk verr en ég bjóst við og ég var kærulausari en ég ætlaði mér. Vegna þessa hef ég síðasta eina og hálfa mánuðinn verið með meiri fókus á æfingum og passað betur upp á það sem ég er að borða,“ sagði Duplantis. „Ég borða minni skammta og heilsusamari mat. Ég áttaði mig á því að ég væri að borða of mikið, allt of stóra skammta og of mikið af sykri og fitu. Það hefur breytt miklu fyrir mig þótt að ég hafi ekki breytti öðru mikið,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira