Rannsókn lögreglu á andláti manns í sumarhúsi í Árnessýslu er á algjöru frumstigi og lögregla enn að ná utan um málið. Málið er rannsakað sem manndráp.
Lektor segir mikilvægt að fólki sé ekki mismunað út frá upplýsingum um erfðamengi þeirra. Mikil hreyfing sé á þessum málum í Evrópu og mikilvægt að móta stefnu Íslands í þessum málum sem fyrst.
Þá heyrum við í björgunarsveitarmanni um glæfralegar ferðir fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga og fjöllum um ferðalag tíu lunda frá Vestmannaeyjum til Englands, en þeir flugu á fyrsta farrými með Icelandair.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.