Lífið

MA vann MORFÍs

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
MA-ingar voru hæstánægðir með sigurinn en 23 ár eru frá því að skólinn vann MORFÍs síðast. 
MA-ingar voru hæstánægðir með sigurinn en 23 ár eru frá því að skólinn vann MORFÍs síðast.  Aðsend

Lið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, þetta árið. Úrslit fóru fram á föstudagskvöld í Háskólabíó.

Frá þessu var greint á Facebook síðu keppninnar. Þar kemur fram að Krista Sól Guðjónsdóttir, stuðningskona liðs MA, hafi verið titluð ræðumaður Íslands að þessu sinni. 

Umræðuefni kvöldsins var „Ísland í NATÓ“, Flensborgarskólinn mælti með og Menntaskólinn á Akureyri á móti. Sá síðarnefndi hafði betur. 

Hress hópur stuðningsmanna kom alla leið frá Akureyri. Aðsend

Ræðumenn MA voru Benjamín Þorri Bergsson frummælandi, Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir meðmælandi og Krista Sól Guðjónsdóttir stuðningsmaður. Reynir Þór Jóhannsson var liðstjóri. Þórhallur Arnórsson og Sjöfn Hulda Jónsdóttir skipuðu einnig liðið sem svokallaðir „liðsmenn í sal“.

Krista Sól, ræðumaður Íslands, með verðlaunagripinn.Aðsend

Tengdar fréttir

Sögulegur sigur FÁ í MORFÍs

Lið Fjölbrautaskólans við Ármúla sigraði Verslunarskólann rétt í þessu í sextán liða úrslitum Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. Er þetta í fyrsta skipti sem FÁ sigrar Verslunarskólann í sögu keppninnar.

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann MORFÍs

Menntaskólinn í Reykjavík vann rétt í þessu Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. MR mætti liði Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum.

Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku

Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.