„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2024 16:58 Davíð Smári Lamude brosti breitt að leik loknum. vísir/diego Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. „Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega. Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
„Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega.
Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira