Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 10:32 Madridingar leita skjóls fyrir sólinni undir tré í Retiro-garðinum í síðasta mánuði. Mars var tíundi mánuðurinn í röð sem var heitasti mánuðurinn á jörðinni. AP/Paul White Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Meðalhiti í Evrópu undanfarin fimm ár var 2,3 gráðum hærri en viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópusambandsins. Til samanburðar hefur hnattrænn meðalhiti hækkað um 1,3 gráður á sama tíma. Sérstök áhersla er lögð á áhrif hita á heilsu manna í skýrslunni. Öfgahiti er hættulegur heilsu þeirra sem vinna utandyra, eldra fólks og fólks sem þjáist af sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Fram kemur að dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um þrjátíu prósent á tuttugu árum. Árið 2023 var það hlýjasta frá upphafi mælinga en þá lögðu hnattræn hlýnun af völdum manna og veðurfyrirbrigðið El niño á eitt um að keyra meðalhita jarðar upp. Þegar hitinn var einna mestur í júlí voru dauðsföll sjö prósent fleiri en vanalega á sumum stöðum á Ítalíu. Sjö prósent fleiri dauðsföll í júlí Í hitabylgjunni í júlí var svokallað hitaálag mikið, mjög mikið eða öfgakennt í 41 prósentum Suður-Evrópu. Aldrei áður hafði jafnstór hluti álfunnar verið undir hitaálagi á einum degi áður. Hitaálag mælir áhrif hita og raka á mannslíkamann. Á Spáni, í Frakklandi og Grikklandi voru sum svæði sem máttu þola allt að tíu daga af öfgakenndu hitaálagi, þar sem fólk upplifir meira en 46 gráðu hita, í fyrra. Við þær aðstæður þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að komast hjá hitaslagi og öðrum kvillum. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur þegar hvatt ríki til þess að búa heilbrigðiskerfi sín undir áhrif loftslagsbreytinga og kallað eftir reglugerðum til að vernda fólk sem starfar undandyra fyrir hitaöfgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lón fyrir framan Ronjökulinn í Sviss í júní í fyrra. Alpajöklar hafa misst tíu prósent massa síns á aðeins tveimur árum.AP/Matthias Schrader Ísland og Skandinavía sluppu Áætlað tjón af völdum veðurs og loftslagsbreytinga var metið á meira en 13,4 milljarða evra í fyrra, jafnvirði meira en tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Fleiri en 150 manns fórust í stormum, flóðum og gróðureldum. Þannig höfðu flóð í Slóveníu áhrif á um eina og hálfa milljón manna og gróðureldar í Grikklandi voru þeir umfangsmestu í sögu Evrópusambandsins í fyrra. Jöklar í Ölpunum töpuðu um tíu prósent af massa sínum í hita undanfarinna tveggja ára. „Sumir atburðirnir árið 2023 komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu vegna ákafa þeirra, hversu brátt þá bar að, umfangs þeirra og hve lengi þeir stóðu,“ hefur Reuters eftir Carlo Buontempo, forstöðumanni Kópernikusar. Hitans varð þó ekki vart alls staðar í Evrópu í fyrra. Þannig var hiti í Skandinavíu, á Íslandi og Suðaustur-Grænlandi undir meðaltali á sama tíma og flestir staði voru vel yfir því í fyrra.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. 9. apríl 2024 08:59