Skoraði 35 stig í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 13:00 Damian Lillard ber sér á brjóst. getty/Stacy Revere Damian Lillard fór hamförum í fyrri hálfleik í sínum fyrsta leik fyrir Milwaukee Bucks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Giannis Antetokounmpo var fjarri góðu gamni þegar Milwaukee tók á móti Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA í nótt. En í fjarveru hans tók Lillard við kyndlinum. Leikstjórnandinn var í miklum ham í fyrri hálfleik og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 35 stig. Milwaukee var 69-42 yfir í hálfleik. Damian Lillard's ELECTRIC 1st half set the @Bucks up to capture Game 1 in Milwaukee 35 PTS | 6 REB | 6 3PMGame 2: Tuesday, 8:30pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jiNOZVRjZB— NBA (@NBA) April 22, 2024 Lillard skoraði ekki stig í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hirtirnir unnu fimmtán stiga sigur, 109-94, og eru komnir í 1-0 í einvíginu. Khris Middleton skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með fimmtán stig og ellefu fráköst. Pascal Siakam var langatkvæðamestur hjá Indiana með 36 stig og þrettán fráköst. Tyrese Haliburton hafði mjög hægt um sig, tók bara sjö skot og skoraði níu stig. Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, þurfti að taka á honum stóra sínum gegn New Orleans Pelicans en vann tveggja stiga sigur, 94-92. Shai Gilgeous-Alexander fór langt með að tryggja OKC sigurinn þegar hann setti niður flotskot þegar hálf mínúta var eftir. Hann skoraði 28 stig og var stigahæstur á vellinum. SGA (28 PTS) took over in the 4th quarter to lead the @okcthunder to the Game 1 win against the Pelicans Game 2: Wednesday, 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/T9FvnmgzG3— NBA (@NBA) April 22, 2024 Jalen Williams skoraði nítján stig fyrir Þrumuna og Chet Holmgren fimmtán. Þetta var fyrsti sigur OKC á heimavelli í úrslitakeppni síðan 2019. Trey Murphy skoraði 21 stig fyrir Pelikanana og CJ McCollum tuttugu. NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var fjarri góðu gamni þegar Milwaukee tók á móti Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA í nótt. En í fjarveru hans tók Lillard við kyndlinum. Leikstjórnandinn var í miklum ham í fyrri hálfleik og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 35 stig. Milwaukee var 69-42 yfir í hálfleik. Damian Lillard's ELECTRIC 1st half set the @Bucks up to capture Game 1 in Milwaukee 35 PTS | 6 REB | 6 3PMGame 2: Tuesday, 8:30pm/et on NBA TV pic.twitter.com/jiNOZVRjZB— NBA (@NBA) April 22, 2024 Lillard skoraði ekki stig í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hirtirnir unnu fimmtán stiga sigur, 109-94, og eru komnir í 1-0 í einvíginu. Khris Middleton skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Milwaukee og Bobby Portis var með fimmtán stig og ellefu fráköst. Pascal Siakam var langatkvæðamestur hjá Indiana með 36 stig og þrettán fráköst. Tyrese Haliburton hafði mjög hægt um sig, tók bara sjö skot og skoraði níu stig. Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, þurfti að taka á honum stóra sínum gegn New Orleans Pelicans en vann tveggja stiga sigur, 94-92. Shai Gilgeous-Alexander fór langt með að tryggja OKC sigurinn þegar hann setti niður flotskot þegar hálf mínúta var eftir. Hann skoraði 28 stig og var stigahæstur á vellinum. SGA (28 PTS) took over in the 4th quarter to lead the @okcthunder to the Game 1 win against the Pelicans Game 2: Wednesday, 9:30pm/et on TNT pic.twitter.com/T9FvnmgzG3— NBA (@NBA) April 22, 2024 Jalen Williams skoraði nítján stig fyrir Þrumuna og Chet Holmgren fimmtán. Þetta var fyrsti sigur OKC á heimavelli í úrslitakeppni síðan 2019. Trey Murphy skoraði 21 stig fyrir Pelikanana og CJ McCollum tuttugu.
NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum