Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson takast á um forystusætið og Jón Gnarr og Hulda Hrund Logadóttir um þriðja sætið samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Grafík/Sara Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25