Dæmd í bann eftir að ljúga til um krabbamein til að sleppa við bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 07:00 Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann. Ezra Shaw/Getty Images Langhlauparinn Sara Benfares hefur verið dæmd í fimm ára keppnisbann eftir að þónokkur bannefni fundust í lyfjaprófi sem hún tók. Faðir hennar, Samir, sagði að ástæðan væri sú að hún hefði verið í lyfjameðferð við krabbameini undanfarið ár. Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hin 22 ára gamla Sara féll á lyfjaprófi síðasta haust. Fram að því hafði hún, verandi frá Þýskalandi, aldrei látið frjálsíþróttasambandið vita að hún væri með – eða í lyfjameðferð við – krabbamein. Í kjölfarið sagði faðir hennar að hún hefði undanfarið ár verið í lyfjameðferð vegna beinkrabbameins og að lyfin ólöglegu sem fundist hefðu í lyfjaprófi hennar væru öll hluti af krabbameinsmeðferðinni. Hún hafði hins vegar að keppa reglulega árið á undan og fannst þýska frjálsíþróttasambandinu maðkur vera í mysunni. Það fékkst svo í raun staðfest þegar Sofia, systir Söru, féll einnig á lyfjaprófi. Söru var rúllað af brautinni á HM í frjálsum í Oregon sumarið 2022.EPA-EFE/Etienne Laurent Hinn þýski Fritz Sörgel er sérfræðingur þegar kemur að lyfjamisnotkun íþróttafólks. Hann segir að það sé eitt að taka ólögleg lyf en það sé talsvert verra að ljúga til um að vera með krabbamein til að sleppa við refsingu. Með því sértu að skaða öll þau sem greind hafa verið krabbamein. „Slík lygi og slíkt svindl er mun verra en lyfjamisnotkun fyrir mér,“ sagði Sörgel. Systurnar voru dæmdar í tímabundið bann á meðan mál þeirra var til rannsóknar. Í gær, mánudag, féll svo dómur í máli Söru Benfares. Hún hefur verið dæmd í fimm ára bann. Hægt er að áfrýja dómnum sem tekur mið af þeirri staðreynd að það sé ljóst að Sara hafi til lengri tíma notað ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína. Sara endaði í 12. sæti í 5000 metra hlaupinu á HM í frjálsum íþróttum síðasta sumar og var ein af vonarstjörnum Þýskalands fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í ár.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira