Reyna að sigla um geiminn á geislum sólarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 23:18 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig geimfarið litla á að líta út þegar segl þess hefur verið tekið í notkun á braut um jörðu. NASA/Aero Animation/Ben Schweighart Starfsmenn geimferðafyrirtækisins Rocket Lab skutu í kvöld litlu geimfari út í geim, sem nota á til að kanna nýja en í senn mjög gamla tækni. Vísindamenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vilja nota þetta geimfar til að kanna hvort hægt sé að sigla um sólkerfið okkar og jafnvel út fyrir það á geislum sólarinnar. Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan. Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Umrætt geimfar, ber enska heitið Advanced Composite Solar Sail System og er einungis á stærð við örbylgjuofn. Það á að vera á um þúsund kílómetra hárri sporbraut um jörðina en vonast er til þess að hægt verði að nota sólarsegl geimfarsins til að breyta þeirri sporbraut. Geimfarið á að vera sýnilegt frá jörðinni þegar seglið hefur verið opnað að fullu. Sólargeislar eru myndaðir af ljóseindum og samkvæmt kenningunni eiga þær að lenda á um áttatíu fermetra stóru segli geimfarsins og auka hraða þess. Þannig má komast hjá því að notast við eldsneyti og „sigla“ um geiminn að eilífu. Á vef NASA segir að hægt yrði að nota sólarsegl fyrir geimför sem vakta sólina og „veðrið“ þar. Sólgos geta til að mynda valdið segulstormum sem geta valdið skemmdum hér á jörðinni. Fararmátinn hentar illa fyrir stór geimför, í það minnsta enn sem komið er, en gæti verið notaður til að ferja tiltölulega smá róbóta um langar vegalengdir. Þegar segli geimskipsins er snúið er vonast til þess að sporbraut þess muni breytast og vilja vísindamenn þannig komast að því hvort hægt væri að útfæra tæknina fyrir stærri geimför. Hvernig geimfarið á að virka má sjá á meðfylgjandi myndbandi frá NASA. Geimfarið byggir á nýrri tækni þar sem sólarseglinu verður haldið uppi af örmum úr nýju efni sem er í senn samanbrjótanlegt og sterkt. Einn forsvarsmanna tilraunarinnar segir að hægt sé að brjóta sjö metra langa súlu úr efninu saman svo hún passi í lófa manns. Þetta efni gæti verið hægt að nota til að smíða byggðir og innviði á tunglinu og á Mars í framtíðinni. Heppnist tilraunaverkefnið vonast vísindamenn NASA til þess að næstu í tilraunum þeirra verði notast við mun stærri sólarsegl. Þau eru sögð geta verið allt að tvö þúsund fermetrar að stærð, sem samsvarar um hálfum fótboltavelli. Sjá má geimskotið í spilaranum hér að neðan.
Geimurinn Bandaríkin Vísindi Sólin Tengdar fréttir Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56 Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43 Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09 Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. 23. apríl 2024 14:56
Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna staðfestu á dögunum að áfram stæði til að senda þyrludróna til Títan, tungls Satúrnusar. Þyrludróni þessi er á stærð við lítinn bíl og kallast Drekafluga (Dragonfly) en hann á meðal annars að nota til að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs. 18. apríl 2024 11:43
Starliner á loks að bera geimfara Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. 5. apríl 2024 14:09
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00