Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 07:28 Teikning af Trump í dómsal í gær. Þess má geta að forsetinn fyrrverandi hefur verið afar óánægður með það hvernig hann hefur verið teiknaður. AP/Elizabeth Williams David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Pecker greindi meðal annars frá fundi sem hann átti með Trump og þáverandi lögmanni hans Michael D. Cohen, þar sem mennirnir ræddu hvað hann gæti gert til að styðja við kosningabaráttu Trump. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við forsetann fyrrverandi og þáverandi og núverandi forsetaframbjóðanda. Þá hafi hann útskýrt fyrir Trump og Cohen „fanga og drepa“ (e. catch and kill) aðferðafræði blaðsins, þar sem blaðið keypti réttinn að fréttum en birti þær aldrei. Þetta er gula pressan sögð hafa stundað fyrir vildarvini. Saksóknarar segja vitnisburð Pecker til marks um að ráðabruggi þríeykisins hafi ekki aðeins verið ætlað að vernda mannorð Trump heldur einnig kosningabaráttu hans. Segja þeir að tvær fréttir um Trump hafi verið þaggaðar niður í kjölfarið. Þá hafi Cohen einnig mútað klámstjörnu fyrir að þegja um framhjáhald Trump, sem hann hefur þvertekið fyrir að hafi átt sér stað. Saksóknarar biðluðu til dómarans í gær um að grípa til aðgerða vegna brota Trump á fyrirmælum hans um að tjá sig ekki um réttarhöldin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þegar aðal lögmaður Trump, Todd Blanche, sagði að forsetinn væri að gera sitt besta til að fara að fyrirmælunum var augljóst að dómarinn átti afar erfitt með að trúa því. Sagði hann Blanche smám saman að glata öllum trúðverðugleika. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Pecker greindi meðal annars frá fundi sem hann átti með Trump og þáverandi lögmanni hans Michael D. Cohen, þar sem mennirnir ræddu hvað hann gæti gert til að styðja við kosningabaráttu Trump. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við forsetann fyrrverandi og þáverandi og núverandi forsetaframbjóðanda. Þá hafi hann útskýrt fyrir Trump og Cohen „fanga og drepa“ (e. catch and kill) aðferðafræði blaðsins, þar sem blaðið keypti réttinn að fréttum en birti þær aldrei. Þetta er gula pressan sögð hafa stundað fyrir vildarvini. Saksóknarar segja vitnisburð Pecker til marks um að ráðabruggi þríeykisins hafi ekki aðeins verið ætlað að vernda mannorð Trump heldur einnig kosningabaráttu hans. Segja þeir að tvær fréttir um Trump hafi verið þaggaðar niður í kjölfarið. Þá hafi Cohen einnig mútað klámstjörnu fyrir að þegja um framhjáhald Trump, sem hann hefur þvertekið fyrir að hafi átt sér stað. Saksóknarar biðluðu til dómarans í gær um að grípa til aðgerða vegna brota Trump á fyrirmælum hans um að tjá sig ekki um réttarhöldin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þegar aðal lögmaður Trump, Todd Blanche, sagði að forsetinn væri að gera sitt besta til að fara að fyrirmælunum var augljóst að dómarinn átti afar erfitt með að trúa því. Sagði hann Blanche smám saman að glata öllum trúðverðugleika. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira