Guðrún biskup – til heilla fyrir okkur öll! Arndís Steinþórsdóttir og Glóey Helgudótir Finnsdóttir skrifa 24. apríl 2024 10:30 Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar