Innlent

Krefja Seðla­bankann um vaxtalækkun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem bárust í morgun. 

Við heyrum í formanni Starfsgreinasambandsins sem segir Seðlabankann ekki geta gert annað en að lækka vexti í ljósi þess að verðbólgan hefur hjaðnað.

Þá verður rætt við Ríkislögreglustjóra sem segist taka undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun í stéttinni í Reykjavík. 

Einnig segjum við frá átaki í bólusetningum sem nú stendur yfir og fræðumst um Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem veitt eru í dag. 

Í íþróttunum verður einvígi Hauka og Stjörnunnar í Subwaydeild kvenna fyrirferðarmikið en oddaleikur um undanúrslitasæti fer fram í kvöld.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×