Innlent

Þyrlan í loftið vegna slasaðs vélsleðamanns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn var fluttur af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Einn var fluttur af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs vélsleðamanns í Flateyjardal í Þingeyjarsveit. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þyrlan hafi verið kölluð út á mesta forgangi á öðrum tímanum. Henni var flogið norður þaðan sem hún tók á loft með þann slasaða rétt upp úr klukkan þrjú. Óvíst væri hvort henni yrði flogið á sjúkrahúsið á Akureyri eða suður á Landspítalann.

Fréttastofa hefur ekki frekari upplýsingar um slysið.


Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×