Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 23:30 Ralf Rangnick er 65 ára gamall og er efstur á óskalista Bayern Munchen. Getty Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. „Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni. Þýski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni.
Þýski boltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira