„Verður gaman að bjóða upp á undir átján ára landsliðið gegn A-landsliðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. apríl 2024 21:37 Arnar Guðjónsson hugsi á hliðarlínunni Vísir/Pawel Stjarnan vann Hauka í Ólafssal 73-75 í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var hátt uppi eftir sigur í háspennuleik. „Næst erum við að fara í gin úlfsins og það verður gaman að bjóða upp á undir átján ára landsliðið gegn A-landsliðinu í sjónvarpinu. Það verður mjög áhugavert,“ sagði Arnar í viðtali eftir leik. Stjarnan vann tveggja stiga sigur eftir háspennuleik. Stjarnan var með forystuna nánast allan leikinn en þegar að mínúta var eftir komust Haukar yfir. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig við náðum að klára þetta. Það var rosa stór karfa eftir að Haukar komust yfir þar sem við náðum að koma til baka og komust aftur yfir. Það var stórt en ég sá ekki fimmtu villuna á Keiru Robinson en það breytti leiknum talsvert.“ „Ég er ánægður með að við unnum mér er alveg sama hvernig það gerðist. Ég er rosalega stoltur af þessu.“ Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru næsti andstæðingur Stjörnunnar og Arnar vildi ekki gefa út of miklar yfirlýsingar fyrir þá viðureign. „Mér er illa við að ljúga af fólki. Við höfum spilað við þær fimm sinnum frá því ég tók við Stjörnunni og við höfum aldrei tapað með minni mun en tuttugu stigum. Við þurfum að fara í þann leik auðmjúkar og njóta þess að spila. Þær eru með fimm stelpur í A-landsliðinu á meðan ég er með fimm eða sex stelpur í undir átján ára landsliðinu.“ „Það gefur augaleið að það verkefni er mjög flókið og ég held að flest augu verða á hinu einvíginu í undanúrslitum. En við unnum okkur þann rétt að fá allavega þrjá leiki á móti þeim og við ætlum að njóta hverrar sekúndu á þeirri vegferð,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
„Næst erum við að fara í gin úlfsins og það verður gaman að bjóða upp á undir átján ára landsliðið gegn A-landsliðinu í sjónvarpinu. Það verður mjög áhugavert,“ sagði Arnar í viðtali eftir leik. Stjarnan vann tveggja stiga sigur eftir háspennuleik. Stjarnan var með forystuna nánast allan leikinn en þegar að mínúta var eftir komust Haukar yfir. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig við náðum að klára þetta. Það var rosa stór karfa eftir að Haukar komust yfir þar sem við náðum að koma til baka og komust aftur yfir. Það var stórt en ég sá ekki fimmtu villuna á Keiru Robinson en það breytti leiknum talsvert.“ „Ég er ánægður með að við unnum mér er alveg sama hvernig það gerðist. Ég er rosalega stoltur af þessu.“ Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru næsti andstæðingur Stjörnunnar og Arnar vildi ekki gefa út of miklar yfirlýsingar fyrir þá viðureign. „Mér er illa við að ljúga af fólki. Við höfum spilað við þær fimm sinnum frá því ég tók við Stjörnunni og við höfum aldrei tapað með minni mun en tuttugu stigum. Við þurfum að fara í þann leik auðmjúkar og njóta þess að spila. Þær eru með fimm stelpur í A-landsliðinu á meðan ég er með fimm eða sex stelpur í undir átján ára landsliðinu.“ „Það gefur augaleið að það verkefni er mjög flókið og ég held að flest augu verða á hinu einvíginu í undanúrslitum. En við unnum okkur þann rétt að fá allavega þrjá leiki á móti þeim og við ætlum að njóta hverrar sekúndu á þeirri vegferð,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira