Ótímabundin leyfi, ótímabundið náttúruníð Elvar Örn Friðriksson skrifar 25. apríl 2024 08:01 Á þriðjudag fór fram gagnrýnin umræða í þingsal um lagareldisfrumvarp Matvælaráðherra. Frumvarpið er stórt og er því ætlað að móta regluverk um lagareldi á Íslandi, en samkvæmt frumvarpinu á að gera það með vernd villtra laxastofna að leiðarljósi og notast á við varúðarreglu og vistkerfisnálgun. Sjókvíaeldi er umdeildasta og ódýrasta leiðin til að ala lax og því voru það fyrst og fremst atriði frumvarpsins er snúa að leyfum og aðgangi sjókvíaeldisfyrirtækja sem fengu mesta athygli og bar hæst í umræðunni. Frumvarpið leggur það til að leyfi verði ótímabundin, framseljanleg og veðsetjanleg. Semsagt, mengandi stóriðja fær hreina íslenska firði á silfurfati, og það til eilífðar og getur framselt og veðsett það sem þeim er gefið fyrir hönd þjóðarinnar. Eðlilega var mörgum þingmönnum brugðið við þessa tillögu og er höfundur þessarar greinar hjartanlega sammála því að það er algjörlega galin hugmynd að gefa mengandi fyrirtækjum sem þegar hafa valdið miklum skaða á vistkerfi landsins og 70% þjóðarinnar er á móti, ótímabundin afnot af náttúru okkar allra. Ef að sjókvíaeldisfyrirtæki fá ótímabundinn afnotarétt af náttúru Íslands, hvað er raunverulega verið að festa í sessi? Vonandi hjálpar eftirfarandi upptalning við það að varpa ljósi á þau alvarlegu vandamál sem nú stendur til að gera eilíf. Magnafsláttur af náttúruhryðjuverkum Flestir muna eftir því þegar þúsundir frjórra eldislaxa sluppu frá Arctic Fish síðasta haust og byrjuðu að leita upp í ár um allt land. Í frumvarpinu er búið að afnema refsingar er fela í sér skerðingu á framleiðsluheimildum ef strok á sér stað. Í staðinn eru þetta nú orðnar fjársektir. Fjársektir, sem hafa þak. Síðastliðið haust hélt Arctic Fish því fram að 3.500 laxar hefðu sloppið. Af þeim náðu bændur, sjálfboðaliðar, veiðifólk og norskir kafarar að fanga 463 laxa. 310 af þeim í ám sem tekið er tillit til í áhættumati erfðablöndunar og 153 í ám sem ekki er tekið tillit til í áhættumati erfðablöndunar. Í frumvarpinu er sett hámark á fjársektir fyrir strok, og undir þessum nýju lögum sem verið er að ræða á þingi þyrfti Arctic Fish einungis að borga fyrir 44% af þeim fiskum sem fundust í ánum. Með öðrum orðum, 56% afsláttur af umhverfishryðjuverki. Helvíti góður díll. Milljarðar ofan á milljarða í gjöf Í Noregi eru leyfi til sjókvíaeldis boðin út hæstbjóðenda og fyrir þau greiddar háar fjárhæðir. Í frumvarpinu sem Alþingi ræðir nú er hins vegar lagt til að gera leyfin ótímabundin, endurgjaldslaust. Hingað til hafa leyfin á Íslandi ekki verið boðin út. Í nýjasta útboði á sjókvíaeldisleyfum í Noregi voru 8.240 tonn boðin út og fékk ríkissjóður í Noregi fyrir það tæplega 19 milljarða íslenskra króna. Leyfilegur hámarkslífmassi skv. rekstrarleyfum á Íslandi er 105.800 tonn, samkvæmt mælaborði fiskeldis hjá MAST. Nú á að gera þessi leyfi ótímabundin og það endurgjaldslaust. Miðað við norsku forsendurnar sem minnst var á hér að ofan, er því íslenska ríkið að fara að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu norskra fjárfesta, ótímabundin afnot og yfirráð yfir íslenskum fjörðum. Eitthvað sem hefði kostað um 243 milljarða íslenskra króna í Noregi. Frumvarp vinstri grænna, sem hinir stjórnarflokkarnir styðja er því að tryggja endanlega arðránið sem er sjókvíaeldi. Enn og aftur, helvíti góður díll. Endalok villtra laxastofna Villtir laxastofnar hafa aldrei staðið verr. Erfðablöndun eldislaxa við villta laxa er nú þegar staðfest á Íslandi, því miður þarf að bíða í nokkur ár þangað til að erfðaskaðinn frá sleppingunni í fyrra verður endanlega ljós. Sleppingar af þessum toga aukast til muna þegar eldið eykst. Það kennir sagan okkur og reynsla annara landa. Í Noregi eru 70% laxastofna erfðablandaðir út af sjókvíaeldi og er villti laxinn þar nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Þetta er það sem mun gera út af við villta laxastofna, og líkt og var nefnt hér fyrir ofan, stendur nú til að samþykkja til eilífðar. Þetta er ekki lengur eitthvað sem er verið að vara við að geti gerst. Þetta er að gerast og mun bara versna ef iðnaðurinn fær að vaxa. Nýtt frumvarp matvælaráðherra tekur því miður ekki á þessu með almennilegum hætti, þó að því hafi verið lofað. Sjálfsagðar kröfur um að notast verði við ófrjóan fisk í eldinu eru ekki settar og fyrirtækjunum er ekki heldur gert skilt að uggaklippa eða merkja eldislaxana svo rekkafarnir úr áramótaskaupinu þekki þá áreiðanlega frá þeim villtu. Þar að auki er búið að fjarlægja úr frumvarpinu allar refsingar fyrir „óþekkt strok“. Þ.e. þegar talið er upp úr kví, talan stemmir ekki og ekki er hægt að gera grein fyrir afdrifum þeirra laxa sem vantar upp á. Það þýðir að sjálfsögðu strok. Við þessu eru engin viðurlög í frumvarpinu. Það þýðir einfaldlega að fúsk er verðlaunað. Engin náttúruvernd Í frumvarpinu er því haldið fram að stuðst sé við varúðarreglu- og vistkerfisnálgun. Samt sem áður er fyrirtækjunum heimilt að ala lax í opnum sjókvíum þar sem laxinn sleppur, lúsaeitri þarf að hella í kvíarnar og öll mengun og skítur flæðir beint út í hafið. Það er erfitt að sjá hvernig sú starfsemi samhæfist varúðarreglu og vistkerfisnálgun, sérstaklega í ljósi þess að gera á leyfin ótímabundin. Stjórnvöld vita alveg hvaða umhverfisáhrif fylgja þessum iðnaði, en ætla samt að heimila honum að stækka og nýta firðina okkar um ókomna tíð. Þetta eru því orðin tóm. Dauði milljóna eldisdýra Frumvarpið leggur til að verðlauna og refsa fyrirtækjunum eftir því hversu há afföllin eru hjá þeim. Hins vegar eru þau viðmið sem notuð eru alveg fáránleg. Fyrirtækin fá að halda uppteknum hætti þangað til að afföll þeirra fara yfir 20%. Þannig að 1 af hverjum 5 eldislöxum má drepast í framleiðsluferlinu án þess að það hafi áhrif á framleiðsluheimildir fyrirtækisins. Þetta getur endurtekið sig ítrekað án þess að fyrirtækin séu svipt leyfi. Ef að 1 af hverjum 5 kúum myndi drepast hjá bónda, myndi sá bóndi fá að halda áfram án athugasemda? Gengisfelling á íslenskum ám, íslenskri náttúru og lífsviðurværi bænda Frumvarpið er eins og blaut tuska í andlitið á öllu því fólki sem býr í dreifðum byggðum og treystir á tekjur af villtum laxastofnum. 2.250 lögbýli treysta á þær tekjur, svo ekki sé minnst á leiðsögumenn, veiðileyfasala, starfsfólk veiðihúsa, bílstjóra og fleiri. Þetta er fólkið sem verður fyrir beinum fjárhagslegum skaða ef laxastofnar erfðablandast og árnar þeirra verða verðlausar. Svo má ekki gleyma skaða á ímynd Íslands sem hreinn og ósnortinn staður sem ferðamenn alls staðar að úr heiminum koma til. Margir koma hingað til að veiða tæru og fallegu árnar á Íslandi. Frumvarpið setur þetta allt í hættu, þrátt fyrir að eitt af yfirlýstum markmiðum þess sé að vernda villta laxinn. Grænþvottur og hvítþvottur saman í stórum pakka sem villti laxinn og þjóðin greiðir fyrir, en ekki sjókvíaeldis fyrirtækin. Fólkið sem ber tjónið mætti ásamt fjölmörgum öðrum mætti síðastliðið haust og mótmælti fyrir framan Alþingi. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hlustað á kröfur þeirra. Eftirlit í höndum fyrirtækjanna Þrátt fyrir að verið sé að stórauka fjárframlög til eftirlitsstofnanna er það þó ennþá svo í frumvarpinu að það eru fiskeldisfyrirtækin og þeirra undirverktakar sem sjá að mestu leyti um eftirlitið. Eftirlitsniðurstöður eru svo sendar á opinberar stofnanir til samþykkis. Það er í raun ótrúlegt að fyrirtæki sem stunda mengandi iðnað og eru skráð á markað fá að hafa eftirlit með sjálfum sér. Allar slæmar fréttir hafa áhrif á hlutabréfagengi þessara fyrirtækja. Hvatarnir til að leyna upplýsingum og líta sem allra best út eru vissulega til staðar. Er það þá rétt að leyfa þeim að segja eftirlitsaðilum hvort hlutirnir séu í lagi eða ekki? Auk þess eru ansi mörg dæmi úr sjókvíaeldi að innra eftirlit hafi brugðist á kostnað náttúrunnar. Náttúruverndarsinnar og meirihluti fólks í landinu batt miklar vonir við það að nú yrði tekið á málunum. Öll umhverfisslysin sem búið var að spá fyrir um hafa raungerst og 70% þjóðarinnar er á móti iðnaðinum. Það var því ekki óeðlileg krafa og vænting fólks að þessi mál yrðu tekin föstum tökum og náttúrunni leyft að njóta vafans. Fólk um allan heim fylgist nú með því hvort Ísland ætlar að taka rétta ákvörðun eða endurtaka sömu mistök og svo margar aðrar þjóðir hafa gert. Því miður virðast stjórnvöld ætla að taka seinni kostinn, og enn einu sinni eru það sérhagsmunir stórfyrirtækja sem móta löggjöf og ekki síður örlög íslenskrar náttúru. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag fór fram gagnrýnin umræða í þingsal um lagareldisfrumvarp Matvælaráðherra. Frumvarpið er stórt og er því ætlað að móta regluverk um lagareldi á Íslandi, en samkvæmt frumvarpinu á að gera það með vernd villtra laxastofna að leiðarljósi og notast á við varúðarreglu og vistkerfisnálgun. Sjókvíaeldi er umdeildasta og ódýrasta leiðin til að ala lax og því voru það fyrst og fremst atriði frumvarpsins er snúa að leyfum og aðgangi sjókvíaeldisfyrirtækja sem fengu mesta athygli og bar hæst í umræðunni. Frumvarpið leggur það til að leyfi verði ótímabundin, framseljanleg og veðsetjanleg. Semsagt, mengandi stóriðja fær hreina íslenska firði á silfurfati, og það til eilífðar og getur framselt og veðsett það sem þeim er gefið fyrir hönd þjóðarinnar. Eðlilega var mörgum þingmönnum brugðið við þessa tillögu og er höfundur þessarar greinar hjartanlega sammála því að það er algjörlega galin hugmynd að gefa mengandi fyrirtækjum sem þegar hafa valdið miklum skaða á vistkerfi landsins og 70% þjóðarinnar er á móti, ótímabundin afnot af náttúru okkar allra. Ef að sjókvíaeldisfyrirtæki fá ótímabundinn afnotarétt af náttúru Íslands, hvað er raunverulega verið að festa í sessi? Vonandi hjálpar eftirfarandi upptalning við það að varpa ljósi á þau alvarlegu vandamál sem nú stendur til að gera eilíf. Magnafsláttur af náttúruhryðjuverkum Flestir muna eftir því þegar þúsundir frjórra eldislaxa sluppu frá Arctic Fish síðasta haust og byrjuðu að leita upp í ár um allt land. Í frumvarpinu er búið að afnema refsingar er fela í sér skerðingu á framleiðsluheimildum ef strok á sér stað. Í staðinn eru þetta nú orðnar fjársektir. Fjársektir, sem hafa þak. Síðastliðið haust hélt Arctic Fish því fram að 3.500 laxar hefðu sloppið. Af þeim náðu bændur, sjálfboðaliðar, veiðifólk og norskir kafarar að fanga 463 laxa. 310 af þeim í ám sem tekið er tillit til í áhættumati erfðablöndunar og 153 í ám sem ekki er tekið tillit til í áhættumati erfðablöndunar. Í frumvarpinu er sett hámark á fjársektir fyrir strok, og undir þessum nýju lögum sem verið er að ræða á þingi þyrfti Arctic Fish einungis að borga fyrir 44% af þeim fiskum sem fundust í ánum. Með öðrum orðum, 56% afsláttur af umhverfishryðjuverki. Helvíti góður díll. Milljarðar ofan á milljarða í gjöf Í Noregi eru leyfi til sjókvíaeldis boðin út hæstbjóðenda og fyrir þau greiddar háar fjárhæðir. Í frumvarpinu sem Alþingi ræðir nú er hins vegar lagt til að gera leyfin ótímabundin, endurgjaldslaust. Hingað til hafa leyfin á Íslandi ekki verið boðin út. Í nýjasta útboði á sjókvíaeldisleyfum í Noregi voru 8.240 tonn boðin út og fékk ríkissjóður í Noregi fyrir það tæplega 19 milljarða íslenskra króna. Leyfilegur hámarkslífmassi skv. rekstrarleyfum á Íslandi er 105.800 tonn, samkvæmt mælaborði fiskeldis hjá MAST. Nú á að gera þessi leyfi ótímabundin og það endurgjaldslaust. Miðað við norsku forsendurnar sem minnst var á hér að ofan, er því íslenska ríkið að fara að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu norskra fjárfesta, ótímabundin afnot og yfirráð yfir íslenskum fjörðum. Eitthvað sem hefði kostað um 243 milljarða íslenskra króna í Noregi. Frumvarp vinstri grænna, sem hinir stjórnarflokkarnir styðja er því að tryggja endanlega arðránið sem er sjókvíaeldi. Enn og aftur, helvíti góður díll. Endalok villtra laxastofna Villtir laxastofnar hafa aldrei staðið verr. Erfðablöndun eldislaxa við villta laxa er nú þegar staðfest á Íslandi, því miður þarf að bíða í nokkur ár þangað til að erfðaskaðinn frá sleppingunni í fyrra verður endanlega ljós. Sleppingar af þessum toga aukast til muna þegar eldið eykst. Það kennir sagan okkur og reynsla annara landa. Í Noregi eru 70% laxastofna erfðablandaðir út af sjókvíaeldi og er villti laxinn þar nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Þetta er það sem mun gera út af við villta laxastofna, og líkt og var nefnt hér fyrir ofan, stendur nú til að samþykkja til eilífðar. Þetta er ekki lengur eitthvað sem er verið að vara við að geti gerst. Þetta er að gerast og mun bara versna ef iðnaðurinn fær að vaxa. Nýtt frumvarp matvælaráðherra tekur því miður ekki á þessu með almennilegum hætti, þó að því hafi verið lofað. Sjálfsagðar kröfur um að notast verði við ófrjóan fisk í eldinu eru ekki settar og fyrirtækjunum er ekki heldur gert skilt að uggaklippa eða merkja eldislaxana svo rekkafarnir úr áramótaskaupinu þekki þá áreiðanlega frá þeim villtu. Þar að auki er búið að fjarlægja úr frumvarpinu allar refsingar fyrir „óþekkt strok“. Þ.e. þegar talið er upp úr kví, talan stemmir ekki og ekki er hægt að gera grein fyrir afdrifum þeirra laxa sem vantar upp á. Það þýðir að sjálfsögðu strok. Við þessu eru engin viðurlög í frumvarpinu. Það þýðir einfaldlega að fúsk er verðlaunað. Engin náttúruvernd Í frumvarpinu er því haldið fram að stuðst sé við varúðarreglu- og vistkerfisnálgun. Samt sem áður er fyrirtækjunum heimilt að ala lax í opnum sjókvíum þar sem laxinn sleppur, lúsaeitri þarf að hella í kvíarnar og öll mengun og skítur flæðir beint út í hafið. Það er erfitt að sjá hvernig sú starfsemi samhæfist varúðarreglu og vistkerfisnálgun, sérstaklega í ljósi þess að gera á leyfin ótímabundin. Stjórnvöld vita alveg hvaða umhverfisáhrif fylgja þessum iðnaði, en ætla samt að heimila honum að stækka og nýta firðina okkar um ókomna tíð. Þetta eru því orðin tóm. Dauði milljóna eldisdýra Frumvarpið leggur til að verðlauna og refsa fyrirtækjunum eftir því hversu há afföllin eru hjá þeim. Hins vegar eru þau viðmið sem notuð eru alveg fáránleg. Fyrirtækin fá að halda uppteknum hætti þangað til að afföll þeirra fara yfir 20%. Þannig að 1 af hverjum 5 eldislöxum má drepast í framleiðsluferlinu án þess að það hafi áhrif á framleiðsluheimildir fyrirtækisins. Þetta getur endurtekið sig ítrekað án þess að fyrirtækin séu svipt leyfi. Ef að 1 af hverjum 5 kúum myndi drepast hjá bónda, myndi sá bóndi fá að halda áfram án athugasemda? Gengisfelling á íslenskum ám, íslenskri náttúru og lífsviðurværi bænda Frumvarpið er eins og blaut tuska í andlitið á öllu því fólki sem býr í dreifðum byggðum og treystir á tekjur af villtum laxastofnum. 2.250 lögbýli treysta á þær tekjur, svo ekki sé minnst á leiðsögumenn, veiðileyfasala, starfsfólk veiðihúsa, bílstjóra og fleiri. Þetta er fólkið sem verður fyrir beinum fjárhagslegum skaða ef laxastofnar erfðablandast og árnar þeirra verða verðlausar. Svo má ekki gleyma skaða á ímynd Íslands sem hreinn og ósnortinn staður sem ferðamenn alls staðar að úr heiminum koma til. Margir koma hingað til að veiða tæru og fallegu árnar á Íslandi. Frumvarpið setur þetta allt í hættu, þrátt fyrir að eitt af yfirlýstum markmiðum þess sé að vernda villta laxinn. Grænþvottur og hvítþvottur saman í stórum pakka sem villti laxinn og þjóðin greiðir fyrir, en ekki sjókvíaeldis fyrirtækin. Fólkið sem ber tjónið mætti ásamt fjölmörgum öðrum mætti síðastliðið haust og mótmælti fyrir framan Alþingi. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hlustað á kröfur þeirra. Eftirlit í höndum fyrirtækjanna Þrátt fyrir að verið sé að stórauka fjárframlög til eftirlitsstofnanna er það þó ennþá svo í frumvarpinu að það eru fiskeldisfyrirtækin og þeirra undirverktakar sem sjá að mestu leyti um eftirlitið. Eftirlitsniðurstöður eru svo sendar á opinberar stofnanir til samþykkis. Það er í raun ótrúlegt að fyrirtæki sem stunda mengandi iðnað og eru skráð á markað fá að hafa eftirlit með sjálfum sér. Allar slæmar fréttir hafa áhrif á hlutabréfagengi þessara fyrirtækja. Hvatarnir til að leyna upplýsingum og líta sem allra best út eru vissulega til staðar. Er það þá rétt að leyfa þeim að segja eftirlitsaðilum hvort hlutirnir séu í lagi eða ekki? Auk þess eru ansi mörg dæmi úr sjókvíaeldi að innra eftirlit hafi brugðist á kostnað náttúrunnar. Náttúruverndarsinnar og meirihluti fólks í landinu batt miklar vonir við það að nú yrði tekið á málunum. Öll umhverfisslysin sem búið var að spá fyrir um hafa raungerst og 70% þjóðarinnar er á móti iðnaðinum. Það var því ekki óeðlileg krafa og vænting fólks að þessi mál yrðu tekin föstum tökum og náttúrunni leyft að njóta vafans. Fólk um allan heim fylgist nú með því hvort Ísland ætlar að taka rétta ákvörðun eða endurtaka sömu mistök og svo margar aðrar þjóðir hafa gert. Því miður virðast stjórnvöld ætla að taka seinni kostinn, og enn einu sinni eru það sérhagsmunir stórfyrirtækja sem móta löggjöf og ekki síður örlög íslenskrar náttúru. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun