Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 09:41 Sánchez hefur setið í embætti frá árinu 2018. EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki. Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki.
Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira