Feyenoord og Liverpool hófu viðræður á miðvikudaginn vegna mögulegrar ráðningar Slots. Fyrir leik Feyenoord og Go Ahead Eagles í gær staðfesti hann svo að hann vonaðist til að verða næsti stjóri Liverpool.
„Það er augljóst að ég vil vinna þarna. Eina sem ég get sagt er að félögin eiga í viðræðum. Ég er bara á biðstofunni,“ sagði Slot.
Jürgen Klopp lætur af störfum sem stjóri Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur stýrt Rauða hernum frá haustinu 2015.
Slot gerði Feyenoord að hollenskum meisturum á síðasta tímabili og bikarmeisturum í vetur. Hann tók við liðinu sumarið 2021.