Framsókn leggst ekki í duftið Guðmundur Birkir Þorkelsson skrifar 26. apríl 2024 10:01 Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Ólögleg netsala til höfuðs ÁTVR. Flokksþing ályktaði Framsókn vill viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi og leggst gegn lögfestingu heimildar til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda í samkeppni við ríkið í ljósi mikilvægra lýðheilsusjónarmiða. Ævintýraleg atlaga Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg. Í skjóli dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa á þriðja tug netverslana dúkkað upp síðustu ár sem selja áfengi ólöglega í smásölu í samkeppni við ÁTVR. Samkvæmt lögum er ÁTVR með einkaleyfi til smásölu áfengis. Af hverju er þetta ekki stoppað? Af hverju gera ráðherrar ekkert árum saman? Jú, það er til að mylja einkasölu ríkisins niður því þeirra flokkur telur skv. stefnu þeirra að það sé Löngu tímabært er að afnema samkeppnisrekstur ríkisins í smásölu og gefa verslun með áfengi frjálsa. Þessu er Framsókn ósammála vegna lýðheilsusjónarmiða. Þessu eru forvarnarsamtök á Íslandi einnig ósammála. Ég tek hattinn ofan fyrir samtökunum að hafa upplýst almenning um stöðuna eins og sjá má á heimasíðum þeirra s.s. forvarnir. is, foreldrasamtok.is og iogt.is. Þar segir t.d. að lögreglan hafi ekki svara kæru ÁTVR um ólöglega netsölu áfengis í um 4 ár. Er þetta í lagi? Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Nýlega setti heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson af stað starfshóp sem m.a. á að semja stefnu í áfengis og vímuvörnum þar sem hafa skal hliðsjón af vísindum og gagnreyndri þekkingu. Flott og faglegt hjá Willum og hans fólki. Forvarnaráætlun barna og ungmenna 2024-2026 var kynnt í borgarráði í upphafi mars. Fram kemur í bréfi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra til borgarráðs að áhersla er á að lýðheilsa sé ofin inn í alla starfsemi og stefnumörkun og að öll forvarnarvinna byggi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Unnið verður þvert á svið borgarinnar m.a. í tengslum við verkefnið Betri borg fyrir börn og áhersluna á farsæld barna. Flott og faglegt hjá borgarstjóra og hans fólki. Stefnan var samþykkt 7. mars. Þar segir að Mikill árangur hefur náðst við að draga úr neyslu áfengis og tóbaks með samvinnu þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna ásamt þeim sjálfum. Það er því tilefni til að halda áfram, taka höndum saman um nýjar áskoranir og setja aukinn kraft í forvarnarstarf og heilsueflingu með markvissum aðgerðum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að mylja niður ÁTVR er unnið gegn gagnreyndri þekkingu í forvörnum og lýðheilsu á Íslandi. Árangur síðustu ára gæti orðið að engu. Það má ekki gerast. Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar