Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 11:51 Viktor bað útsendara fréttastofa landsins að stíga út fyrir þegar hann settist til fundar með landskjörstjórn. Vísir/RAX Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira