Chelsea hjálpaði Tottenham með því að ná í stig gegn Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 21:15 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/TIM KEETON Aston Villa og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tvö mörk voru dæmd af Chelsea í leiknum. Heimamenn í Villa komust yfir strax á fjórðu mínútu þegar Marc Cucurella þvældist fyrir sendingu John McGinn með þeim afleiðingum að boltinn endaði í netinu og staðan orðin 1-0 Villa í vil. Gestirnir héldu að þeir hefðu jafnað metin eftir rúman stundarfjórðung þegar Nicolas Jackson skilaði boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór yfir það. Jackson var rangstæður í aðdragandanum. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Morgan Rogers forystu heimamanna eftir sendingu Matty Cash. Tók Rogers vel á móti boltanum innan vítateigs og skilaði honum niðri í vinstra hornið. Staðan 2-0 í hálfleik. 🥶 pic.twitter.com/CxtMVBIgBt— Aston Villa (@AVFCOfficial) April 27, 2024 Heimamenn gerðu einu breytingu í hálfleik, markvörðurinn Emiliano Martínez fór af velli og Robin Olsen kom inn í hans stað. Þegar rúm klukkustund var liðin minnkaði Noni Madueke muninn með góðu skoti eftir sendingu frá Conor Gallagher. Þegar níu mínútur lifðu leiks voru þeir aftur á ferðinni, Madueke lagði boltann þá á Gallagher sem þrumaði honum í netið og staðan orðin 2-2. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þá skoraði Axel Disasi það sem virtist vera sigurmark Chelsea. Aftur var markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það betur. Benoit Badiashile taldist hafa brotið á Diego Carlos í aðdraganda marksins. Conor Gallagher's spectacular strike sees the points shared between @AVFCOfficial and @ChelseaFC🤝#AVLCHE pic.twitter.com/h5BDMYNuB6— Premier League (@premierleague) April 27, 2024 Jafnteflið þýðir að Villa er með 67 stig í 4. sæti eftir 35 leiki. Tottenham Hotspur er sæti neðar með 60 stig að loknum 32 leikjum. Efstu fjögur sæti ensku úrvalsdeildarinnar komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn
Aston Villa og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tvö mörk voru dæmd af Chelsea í leiknum. Heimamenn í Villa komust yfir strax á fjórðu mínútu þegar Marc Cucurella þvældist fyrir sendingu John McGinn með þeim afleiðingum að boltinn endaði í netinu og staðan orðin 1-0 Villa í vil. Gestirnir héldu að þeir hefðu jafnað metin eftir rúman stundarfjórðung þegar Nicolas Jackson skilaði boltanum í netið. Markið var hins vegar dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór yfir það. Jackson var rangstæður í aðdragandanum. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Morgan Rogers forystu heimamanna eftir sendingu Matty Cash. Tók Rogers vel á móti boltanum innan vítateigs og skilaði honum niðri í vinstra hornið. Staðan 2-0 í hálfleik. 🥶 pic.twitter.com/CxtMVBIgBt— Aston Villa (@AVFCOfficial) April 27, 2024 Heimamenn gerðu einu breytingu í hálfleik, markvörðurinn Emiliano Martínez fór af velli og Robin Olsen kom inn í hans stað. Þegar rúm klukkustund var liðin minnkaði Noni Madueke muninn með góðu skoti eftir sendingu frá Conor Gallagher. Þegar níu mínútur lifðu leiks voru þeir aftur á ferðinni, Madueke lagði boltann þá á Gallagher sem þrumaði honum í netið og staðan orðin 2-2. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þá skoraði Axel Disasi það sem virtist vera sigurmark Chelsea. Aftur var markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði það betur. Benoit Badiashile taldist hafa brotið á Diego Carlos í aðdraganda marksins. Conor Gallagher's spectacular strike sees the points shared between @AVFCOfficial and @ChelseaFC🤝#AVLCHE pic.twitter.com/h5BDMYNuB6— Premier League (@premierleague) April 27, 2024 Jafnteflið þýðir að Villa er með 67 stig í 4. sæti eftir 35 leiki. Tottenham Hotspur er sæti neðar með 60 stig að loknum 32 leikjum. Efstu fjögur sæti ensku úrvalsdeildarinnar komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti