Hægt er að tala um Ástþór sem fastagest þegar kemur að framboði til forseta Íslands. Síðan 1996 hefur Ástþór boðið fram krafta sína en ekki hlotið mikinn hljómgrunn.
Ástþór mætti í viðtal til Heimis Más Péturssonar í Hörpu í morgun og var spurður að því hver væru hans helstu stefnumál. Hann vísaði til bókar sinnar Virkjum Bessastaði og sagði svörin við spurningunni að finna þar.
Heimir krafði Ástþór þrátt fyrir það svara en Ástþór vísaði áfram í bók sína og spurði Heimi á móti hvort hann væri ekki búinn að lesa bókina. Heimi minnti Ástþór á að hann væri í viðtali og hans að svara spurningum.
Þá sagðist Ástþór reiðubúinn að fara til Moskvu og fá friðarsamning við Pútín Rússlandsforseta. Hann væri með þann sannfæringarmátt sem þyrfti.