Í átt að velsæld á nokkrum mínútum Olga Björt Þórðardóttir skrifar 27. apríl 2024 15:00 Öll verðum við fyrir mótlæti sem mótar okkur á einhvern hátt. Í mótlæti áttum við okkur þó oft á því sem skiptir mestu máli og við förum gjarnan í að forgangsraða á annan hátt en áður. Við viljum gera betur næst, fyrirbyggja það sem gæti valdið skaða, setja og virða fleiri mörk, bæta tengsl eða rjúfa þau, standa með okkur, hugsa betur um okkur eða fólkið okkar og nýta dýrmætan tíma okkar betur.Hvernig ætli sé best að forgangsraða í slíkum sporum? Hvernig er hægt að bæta heilsu sína til að njóta meiri velsældar í mögulega tímabundinni vansæld? Heilsa er andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsuefling er það ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína, bæta hana og lifa heilbrigðum skapandi og fullnægjandi lífi. Þrautseigja, kraftur og flæði Jákvæð sálfræði, eða velsældarvísindi, er vísindagrein sem hefur vaxið og breiðst út víða um heim síðan árið 1998, þegar bandaríski sálfræðingurinn Martin Seligman hvatti aðra sálfræðinga til að muna eftir að sálfræði gengi ekki síst út á að efla mannlega styrkleika og rækja það sem gott er. Rannsóknir jákvæðrar sálfræði snúa einnig að þáttum eins og ánægju, hamingju og vellíðan og hvernig hægt er að auka áhrif þeirra til að kalla fram þrautseigju, kraft, flæði og aðrar jákvæðar tilfinningar. Hamingja skiptir svo sannarlega máli og rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk nýtur meiri velgengni og lifir lengur, burt séð frá því hvað gengur á í lífi þess á hverjum tíma. Meðal mikilvægustu verkfæra jákvæðrar sálfræði til að auka velsæld eru jákvæð inngrip. Með þeim notum við meðvitað styrkleika okkar, sem gerir okkur hamingjusamari og við höfum meiri orku. Máttur jákvæðra inngripa Meðal jákvæðra inngripa eru mörg frekar auðveld, hugræn og krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki einu sinni að standa upp. Eftirtaldar spurningar er til dæmis alltaf er hægt að spyrja sig: ·Hvað finnst mér fallegt? ·Hvað fyllir mig orku? ·Hvaða þrennt gott gerðist hjá mér í vikunni? ·Hverjir eru styrkleikar mínir og hvenær notaði ég þá síðast? ·Hvenær fékk ég síðast hláturskast og með hverjum? ·Hver er síðasta minning sem fær mig til fá hlýtt í hjartað? ·Hvert er síðasta hrós sem ég man eftir að ég fékk? ·Hvert er uppáhalds atriðið í uppáhalds bíómyndinni minni? Ef við viljum framkalla fljótvirka líkamlega vellíðan á staðnum, þá er til dæmis hægt að prófa eitthvað af þessu: ·Brosa (hægt að nota blýant eða penna þversum á milli tanna til að hjálpa) ·Teygja úr okkur í stellingu sigurvegara með hendur upp í loft og kreppta hnefa ·Sveifla höndum fram og aftur og til hliðanna ·Hringja í einhvern sem við vitum að er annt um okkur ·Dansa og/eða syngja ·Klappa og knúsa gæludýr ·Hugleiða í núvitund ·Skapa eitthvað með höndunum Svo eru einnig til ýmsar aðferðir ef við treystum okkur út fyrir hússins dyr: ·Fara í göngutúr eða aðra hreyfingu að eigin vali ·Fara í bíltúr og öskursyngja uppáhalds lög ·Komast í nálægð við náttúru ·Ganga berfætt í grasi, sandi, mosa, snjó, sjó ·Tína blóm eða strá og búa til vönd ·Fara eitthvert til að horfa á sólarlag eða sólarupprás á fallegum stað ·Fara í fjöru og anda í takti við öldurnar Kæri lesandi. Það besta við að ná örlítið betri líðan – eða miklu betri – er að næsta skref eða ákvörðun til betra lífs fyrir þig verður auðveldari og eftirsóknarverðari. Hugurinn og líkaminn hlusta af athygli. Þú ert að kenna þér að þykja vænna um þig - og þú átt það skilið. Gangi þér vel! Höfundur er verkefnastjóri og verðandi útskriftarnemi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Öll verðum við fyrir mótlæti sem mótar okkur á einhvern hátt. Í mótlæti áttum við okkur þó oft á því sem skiptir mestu máli og við förum gjarnan í að forgangsraða á annan hátt en áður. Við viljum gera betur næst, fyrirbyggja það sem gæti valdið skaða, setja og virða fleiri mörk, bæta tengsl eða rjúfa þau, standa með okkur, hugsa betur um okkur eða fólkið okkar og nýta dýrmætan tíma okkar betur.Hvernig ætli sé best að forgangsraða í slíkum sporum? Hvernig er hægt að bæta heilsu sína til að njóta meiri velsældar í mögulega tímabundinni vansæld? Heilsa er andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsuefling er það ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína, bæta hana og lifa heilbrigðum skapandi og fullnægjandi lífi. Þrautseigja, kraftur og flæði Jákvæð sálfræði, eða velsældarvísindi, er vísindagrein sem hefur vaxið og breiðst út víða um heim síðan árið 1998, þegar bandaríski sálfræðingurinn Martin Seligman hvatti aðra sálfræðinga til að muna eftir að sálfræði gengi ekki síst út á að efla mannlega styrkleika og rækja það sem gott er. Rannsóknir jákvæðrar sálfræði snúa einnig að þáttum eins og ánægju, hamingju og vellíðan og hvernig hægt er að auka áhrif þeirra til að kalla fram þrautseigju, kraft, flæði og aðrar jákvæðar tilfinningar. Hamingja skiptir svo sannarlega máli og rannsóknir sýna að hamingjusamt fólk nýtur meiri velgengni og lifir lengur, burt séð frá því hvað gengur á í lífi þess á hverjum tíma. Meðal mikilvægustu verkfæra jákvæðrar sálfræði til að auka velsæld eru jákvæð inngrip. Með þeim notum við meðvitað styrkleika okkar, sem gerir okkur hamingjusamari og við höfum meiri orku. Máttur jákvæðra inngripa Meðal jákvæðra inngripa eru mörg frekar auðveld, hugræn og krefjast ekki mikillar fyrirhafnar. Það þarf ekki einu sinni að standa upp. Eftirtaldar spurningar er til dæmis alltaf er hægt að spyrja sig: ·Hvað finnst mér fallegt? ·Hvað fyllir mig orku? ·Hvaða þrennt gott gerðist hjá mér í vikunni? ·Hverjir eru styrkleikar mínir og hvenær notaði ég þá síðast? ·Hvenær fékk ég síðast hláturskast og með hverjum? ·Hver er síðasta minning sem fær mig til fá hlýtt í hjartað? ·Hvert er síðasta hrós sem ég man eftir að ég fékk? ·Hvert er uppáhalds atriðið í uppáhalds bíómyndinni minni? Ef við viljum framkalla fljótvirka líkamlega vellíðan á staðnum, þá er til dæmis hægt að prófa eitthvað af þessu: ·Brosa (hægt að nota blýant eða penna þversum á milli tanna til að hjálpa) ·Teygja úr okkur í stellingu sigurvegara með hendur upp í loft og kreppta hnefa ·Sveifla höndum fram og aftur og til hliðanna ·Hringja í einhvern sem við vitum að er annt um okkur ·Dansa og/eða syngja ·Klappa og knúsa gæludýr ·Hugleiða í núvitund ·Skapa eitthvað með höndunum Svo eru einnig til ýmsar aðferðir ef við treystum okkur út fyrir hússins dyr: ·Fara í göngutúr eða aðra hreyfingu að eigin vali ·Fara í bíltúr og öskursyngja uppáhalds lög ·Komast í nálægð við náttúru ·Ganga berfætt í grasi, sandi, mosa, snjó, sjó ·Tína blóm eða strá og búa til vönd ·Fara eitthvert til að horfa á sólarlag eða sólarupprás á fallegum stað ·Fara í fjöru og anda í takti við öldurnar Kæri lesandi. Það besta við að ná örlítið betri líðan – eða miklu betri – er að næsta skref eða ákvörðun til betra lífs fyrir þig verður auðveldari og eftirsóknarverðari. Hugurinn og líkaminn hlusta af athygli. Þú ert að kenna þér að þykja vænna um þig - og þú átt það skilið. Gangi þér vel! Höfundur er verkefnastjóri og verðandi útskriftarnemi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun