Uppgangur Höllu Hrundar fari fyrir brjóstið á „valdastéttinni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. apríl 2024 16:07 Steinunn Ólína gerir niðurstöður nýjustu skoðanakannana að umjöllunarefni sínu. Vísir/Samsett Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að það sem hún kallar íslensku valdastéttina sé orðin örvæntingarfull vegna niðurstaðna skoðanakannana. Hið háa fylgi Höllu Hrundar samkvæmt nýjustu tölum hafi farið fyrir brjóstið á þessari valdastétt. Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Hún segir jafnframt að ráðning Friðjóns R. Friðjónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur lýsi örvæntingu, en að íslenskur almenningur sjái í gegnum það. Mikið hefur borið á umfjöllun um afstöðu Baldurs Þórhallssonar, forsetaframbjóðanda sem nýtur mikils fylgis, til Icesave-málsins. Í gær sagðist hann ekki muna hvernig hann greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunum um málið á sínum tíma. Steinunn tekur þetta fyrir ásamt því að Karen Kjartansdóttir, kosningastjóri Höllu Hrundar, hafi gegnt störfum fyrir Orkustofnun eftir að kosningabaráttu Höllu byrjaði, fyrir og segir vera dæmi um áróður. „Niðurstaða skoðanakannana gærdagsins fóru mjög fyrir brjóstið á Íslenskri valdastétt. Hin unga Halla Hrund skýst nú fram úr öðrum frambjóðendum. Nú skulu allir líka meðvitaðir vera um að ráðning Friðjóns til framboðs Katrínar Jakobsdóttur lýsir örvæntingu. Friðjón sem er besti vinur Bjarna Benediktssonar er tekinn til starfa og verkin skulu menn læra að sjá, þekkja og afskrifa strax sem áróður,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook. Þá segir Steinunn fjarri sanni að framboð hennar sé einhvers konar persónuleg árás á Katrínu Jakobsdóttur. „Ég hef gagnrýnt ríkisstjórn hennar eins og reyndar stærsti hluti þjóðarinnar og er furðu lostin eins og landsmenn yfir síðasta embættisverki hennar sem var að leggja inn í þingið frumvarp um lagareldi sem er frumvarp um afsal þjóðar á auðlindum sínum,“ segir Steinunn. „Ég hef meiri trú á íslenskum almenningi en svo að fólk sjái ekki í gegn um þessa örvæntingu,“ skrifar hún að lokum.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10 Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27. apríl 2024 11:10
Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. 26. apríl 2024 18:33