Fótbolti

Hákon og fé­lagar upp í þriðja sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Lille.
Hákon Arnar Haraldsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Lille. getty/Jean Catuffe

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille komust upp í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 1-2 útisigri á Metz í dag.

Hákon kom inn á sem varamaður þegar þrettán mínútur voru eftir. Hann hefur komið við sögu í 22 af 31 deildarleik Lille á tímabilinu.

Lille lenti undir á 23. mínútu þegar Georges Mikautadze skoraði fyrir Metz úr vítaspyrnu.

Brasilíumaðurinn Ismaily jafnaði fyrir Lille á 32. mínútu og mínútu fyrir hálfleik skoraði Yusuf Yazici sigurmark gestanna.

Eftir sigurinn er Lille með 55 stig í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Monaco sem er í 2. sæti. Paris Saint-Germain er langefst í deildinni og á meistaratitilinn vísan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×