Innlent

Sigur­vin dró smá­bát í land

Bjarki Sigurðsson skrifar
Áhöfn Sigurvins á leið með bátinn í togi.
Áhöfn Sigurvins á leið með bátinn í togi. Raggi Hansa

Klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunarskipsins Sigurvins kölluð út vegna smábáts rétt utan Flatey á Skjálfanda. Bilun hafði orðið í kælikerfi vélar sem var til þess að allur kælivökvi fór af kerfi smábátsins. 

Um borð voru tveir skipverjar. Bátinn rak hægt en engin yfirvofandi hætta var á ferðum. Einum og hálfum tíma eftir að útkallið barst komst áhöfn Sigurvins að bátnum og tók hann í tog. Haldið var með hann til Siglufjarðar þar sem komið var um hálf tvö í dag. 

Tveir voru um borð í smábátnum.Raggi Hansa

Engin yfirvofandi hætta var á ferðum.Raggi Hansa

Björgunarbátur á Flateyri var einnig kallaður út vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu í mynni Önundarfjarðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að skömmu síðar hafi náðst samband við bátinn og ekkert amaði að. Útkallið var því afturkallað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×