Atli Örvarsson hlaut BAFTA verðlaunin Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 07:34 Atli tók við verðlaununum í London í gær. Skjáskot/Youtube Atli Örvarsson vann í gærkvöldi BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Silo. Verðlaunin voru afhent í London í gær. Atli sló á létta strengi þegar hann tók við verðlaunagripnum upp á sviði og sagðist ekki hafa undirbúið neina ræðu. Hann þakkaði fyrir verðlaunin og sagði Silo draumaverkefni sem fólk fengi ekki oft tækifæri við að vinna við. Hann þakkaði svo fjölda manns fyrir tækifærið. „…síðast en ekki síst, Morten Tyldum, leikstjóri fyrstu þriggja þáttanna, sem sá að augljóslega þyrfti að ráða tónskáld frá norðurhluta Íslands þar sem veturinn er einangrandi og myrkur til að gera þetta vel,“ sagði Atli í ræðu sinni. Hann sagði það ótrúlegan heiður að fá slík verðlaun og þakkaði að lokum fjölskyldu sinni, konu og börnum. Hægt er að horfa á ræðuna hér að neðan. Eurovision og krýning konungs verðlaunaðar Þættirnir Black Mirror, The Last of Us og Slow Horses hlutu flest verðlaun en aðrir þættir sem voru verðlaunaðir voru Silo, The Witcher auk þess sem sjónvarpsútsetningar þegar Karl Bretakonungur var haldinn og Eurovision, sem haldið var í London í fyrra, fengu verðlaun. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter um verðlaunin að afhendingin sem fór fram í gær hafi snúist um að verðlauna þau sem eru bak við tjöldin [e. behind the scenes]. Þann 19. Maí fara svo fram önnur BAFTA sjónvarpsverðlaun þar sem á að verðlauna þau sem eru á skjánum. BAFTA kvikmyndaverðlaunin fóru fram í febrúar. BAFTA-verðlaunin Hollywood Bretland Tónlist Tengdar fréttir Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í kvöld og fjölbreyttur hópur tónlistarfólks er tilnefndur í ár. Verðlaunin verða veitt í Hörpu 12. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 21:11 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Atli sló á létta strengi þegar hann tók við verðlaunagripnum upp á sviði og sagðist ekki hafa undirbúið neina ræðu. Hann þakkaði fyrir verðlaunin og sagði Silo draumaverkefni sem fólk fengi ekki oft tækifæri við að vinna við. Hann þakkaði svo fjölda manns fyrir tækifærið. „…síðast en ekki síst, Morten Tyldum, leikstjóri fyrstu þriggja þáttanna, sem sá að augljóslega þyrfti að ráða tónskáld frá norðurhluta Íslands þar sem veturinn er einangrandi og myrkur til að gera þetta vel,“ sagði Atli í ræðu sinni. Hann sagði það ótrúlegan heiður að fá slík verðlaun og þakkaði að lokum fjölskyldu sinni, konu og börnum. Hægt er að horfa á ræðuna hér að neðan. Eurovision og krýning konungs verðlaunaðar Þættirnir Black Mirror, The Last of Us og Slow Horses hlutu flest verðlaun en aðrir þættir sem voru verðlaunaðir voru Silo, The Witcher auk þess sem sjónvarpsútsetningar þegar Karl Bretakonungur var haldinn og Eurovision, sem haldið var í London í fyrra, fengu verðlaun. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter um verðlaunin að afhendingin sem fór fram í gær hafi snúist um að verðlauna þau sem eru bak við tjöldin [e. behind the scenes]. Þann 19. Maí fara svo fram önnur BAFTA sjónvarpsverðlaun þar sem á að verðlauna þau sem eru á skjánum. BAFTA kvikmyndaverðlaunin fóru fram í febrúar.
BAFTA-verðlaunin Hollywood Bretland Tónlist Tengdar fréttir Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í kvöld og fjölbreyttur hópur tónlistarfólks er tilnefndur í ár. Verðlaunin verða veitt í Hörpu 12. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 21:11 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024 Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í kvöld og fjölbreyttur hópur tónlistarfólks er tilnefndur í ár. Verðlaunin verða veitt í Hörpu 12. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 21:11