Ósáttir karlar flautuðu á Fríðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2024 10:07 Frá Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fagnar 40 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður öllu til tjaldað til að gera hlaupið sem glæsilegast. Þá verður því einnig fagnað að 40 ár eru liðin frá því að Fríða Bjarnadóttir hljóp fyrst íslenskra kvenna maraþon á Íslandi. Ári fyrr hafði henni verið meinuð þátttaka, því hún var kona. „Reykjavíkurmaraþonið hefur frá upphafi verið stærsta og fjölmennasta hlaupið á Íslandi enda geta öll tekið þátt. Í ár fögnum við ekki bara 40 ára afmæli hlaupsins heldur einnig þeim stóru og smáu skrefum sem stigin hafa verið í átt að bættu samfélagi,” segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, hjá ÍBR og viðburðastjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. „Vonandi náum við líka að bæta áheitametið sem var sett í fyrra þegar 199 milljónir króna söfnuðust - sem allar runnu til góðra málefna.” Gríðarleg ásókn hefur verið í hlaupið en í fyrra voru 11.307 hlauparar á öllum aldri skráðir til þátttöku - 5.766 konur, 5.483 karlmenn og 12 kvár. Hugmyndin að laða að fleiri ferðamenn „Ferðaskrifstofan Úrval hefur ákveðið að fara nýjar leiðir í ferðaþjónustu á næsta ári. Ákveðið hefur verið að halda keppni í maraþonhlaupi í Reykjavík í ágúst,” sagði Knútur Óskarsson, sem þá starfaði hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali, í viðtali við Morgunblaðið í september árið 1983. Knútur og Steinn Lárusson hjá Flugleiðum áttu hugmyndina að Reykjavíkurmaraþoninu en markmiðið með því var að laða fleiri ferðamenn til Íslands. „Ég tel atburði sem þessa mjög mikilvægan þátt í landkynningu og lengingu ferðamannatímabilsins og efast ekki um, að þeir skila sér inn í auknum ferðamannastraumi hingað til lands,” sagði Knútur jafnframt í viðtalinu. Það er óhætt að segja að hann hafi reynst sannspár. Í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu voru 214 skráðir til þátttöku, 135 Íslendingar og 79 frá öðrum löndum. Síðan þá hefur þátttakendum fjölgað svo um munar og hafa alls 40 þúsund erlendir keppendur tekið þátt. Í fyrra voru erlendu keppendurnir alls frá 84 löndum. Meinað að hlaupa maraþon Fríða Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur var á meðal þátttakenda í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu. Árið 1983 ætlaði hún að taka þátt í maraþonhlaupi sem haldið var á Stór-Reykjavíkursvæðinu en var meinuð þátttaka. Hún var vanur hlaupari og hafði meðal annars hlaupið maraþon í Boston. „Konur áttu bara ekki að vera í svona langhlaupum,” segir Fríða sem varð fyrir aðkasti frá körlum sem var meinilla við að sjá hana á hlaupum. „Þeir flautuðu á mig í bílunum sínum og steyttu hnefann í áttina að mér.” Fríða fékk hins vegar að hlaupa í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984 og varð þar með fyrsta íslenska konan til að hlaupa maraþon á Íslandi. Ingunn Benediktsdóttir var þó fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa heilt maraþon, í Bandaríkjunum, og Anna Halla Kristjánsdóttir varð önnur. Anna Halla setti Íslandsmet í maraþonhlaupi kvenna árið 1980 sem stóð í 15 ár. Árið 2011 voru í fyrsta skipti fleiri konur skráðar en karlar í hlaupið og hefur það haldist þannig síðan. Fjórar vegalengdir í boði Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer í ár fram laugardaginn 24. ágúst, á Menningarnótt. Fjórar vegalengdir verða í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi: Maraþon (42,2 km) Hálfmaraþon (21,1 km) 10 km hlaup 3 km skemmtiskokk Skráning í hlaupið fer fram á www.rmi.is og að vanda gefst hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðafélaga. Reykjavíkurmaraþon Jafnréttismál Einu sinni var... Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
„Reykjavíkurmaraþonið hefur frá upphafi verið stærsta og fjölmennasta hlaupið á Íslandi enda geta öll tekið þátt. Í ár fögnum við ekki bara 40 ára afmæli hlaupsins heldur einnig þeim stóru og smáu skrefum sem stigin hafa verið í átt að bættu samfélagi,” segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, hjá ÍBR og viðburðastjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. „Vonandi náum við líka að bæta áheitametið sem var sett í fyrra þegar 199 milljónir króna söfnuðust - sem allar runnu til góðra málefna.” Gríðarleg ásókn hefur verið í hlaupið en í fyrra voru 11.307 hlauparar á öllum aldri skráðir til þátttöku - 5.766 konur, 5.483 karlmenn og 12 kvár. Hugmyndin að laða að fleiri ferðamenn „Ferðaskrifstofan Úrval hefur ákveðið að fara nýjar leiðir í ferðaþjónustu á næsta ári. Ákveðið hefur verið að halda keppni í maraþonhlaupi í Reykjavík í ágúst,” sagði Knútur Óskarsson, sem þá starfaði hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali, í viðtali við Morgunblaðið í september árið 1983. Knútur og Steinn Lárusson hjá Flugleiðum áttu hugmyndina að Reykjavíkurmaraþoninu en markmiðið með því var að laða fleiri ferðamenn til Íslands. „Ég tel atburði sem þessa mjög mikilvægan þátt í landkynningu og lengingu ferðamannatímabilsins og efast ekki um, að þeir skila sér inn í auknum ferðamannastraumi hingað til lands,” sagði Knútur jafnframt í viðtalinu. Það er óhætt að segja að hann hafi reynst sannspár. Í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu voru 214 skráðir til þátttöku, 135 Íslendingar og 79 frá öðrum löndum. Síðan þá hefur þátttakendum fjölgað svo um munar og hafa alls 40 þúsund erlendir keppendur tekið þátt. Í fyrra voru erlendu keppendurnir alls frá 84 löndum. Meinað að hlaupa maraþon Fríða Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur var á meðal þátttakenda í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu. Árið 1983 ætlaði hún að taka þátt í maraþonhlaupi sem haldið var á Stór-Reykjavíkursvæðinu en var meinuð þátttaka. Hún var vanur hlaupari og hafði meðal annars hlaupið maraþon í Boston. „Konur áttu bara ekki að vera í svona langhlaupum,” segir Fríða sem varð fyrir aðkasti frá körlum sem var meinilla við að sjá hana á hlaupum. „Þeir flautuðu á mig í bílunum sínum og steyttu hnefann í áttina að mér.” Fríða fékk hins vegar að hlaupa í fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu árið 1984 og varð þar með fyrsta íslenska konan til að hlaupa maraþon á Íslandi. Ingunn Benediktsdóttir var þó fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa heilt maraþon, í Bandaríkjunum, og Anna Halla Kristjánsdóttir varð önnur. Anna Halla setti Íslandsmet í maraþonhlaupi kvenna árið 1980 sem stóð í 15 ár. Árið 2011 voru í fyrsta skipti fleiri konur skráðar en karlar í hlaupið og hefur það haldist þannig síðan. Fjórar vegalengdir í boði Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer í ár fram laugardaginn 24. ágúst, á Menningarnótt. Fjórar vegalengdir verða í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi: Maraþon (42,2 km) Hálfmaraþon (21,1 km) 10 km hlaup 3 km skemmtiskokk Skráning í hlaupið fer fram á www.rmi.is og að vanda gefst hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðafélaga.
Reykjavíkurmaraþon Jafnréttismál Einu sinni var... Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira