Í þáttunum fá þau Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.
Í þætti gærkvöldsins var farið um víðan völl en einnig var birt syrpu úr þáttaröðinni þar sem farið var yfir nokkur skemmtileg atriði úr seríunni allri enda var þátturinn í gær lokaþátturinn.
Hér að neðan má sjá nokkur skemmtileg atriði þar sem meðal annars Laddi fer á kostum.