Landlæknir fer með ákvörðun Persónuverndar fyrir dóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 11:28 Alma Möller landlæknir. Landlæknisembættið hefur ákveðið að krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann ógildi ákvörðun Persónuverndar frá 27. júlí 2023 þar sem embættið var sektað um tólf milljónir króna vegna öryggisveikleika á vefnum Heilsuvera.is. Samkvæmt tilkynningu landlæknisembættisins í fyrra uppgötvaðist öryggisveikleikinn þann 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Á innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Persónuvernd var gert viðvart samdægurs en í úrskurði Persónuverndar, þremur árum síðar sökum Covid-19, var komist að þeirri niðurstöðu að landlæknisembættið hefði ekki tryggt öryggi upplýsinga á hluta Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Þá sagði að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. Í tilkynningu landlæknisembættisins um þá ákvörðun að fá úrlausn málsins fyrir dómstólum segir að embættið telji ákvörðun Persónuverndar efnislega ranga, auk þess sem meðferð málsins sé ekki samboðin „þeim reglum sem eru til grundvallar íslensku réttarríki“. Ákvörðunin sé meðal annars til þess fallin að grafa undan öryggismenningu og persónuvernd og fæla annars ábyrga aðila frá því að tilkynna um öryggisbresti og atvik er varða öryggi upplýsingakerfa. „Embætti landlæknis gerir margvíslegar og alvarlegar athugasemdir við starfshætti og málsmeðferð Persónuverndar í málinu. Þar á meðal telur embættið að bæði form- og efnisannmarkar séu á ákvörðun Persónuverndar, forsendur ákvörðunarinnar séu rangar og að rannsókn málsins af hálfu Persónuverndar hafi verið ófullnægjandi. Að auki byggi sektarákvörðun á ólögmætum og ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá telur embætti landlæknis mikilvægt að fá umfjöllun dómstóla um ýmis þau atriði persónuverndarlaga sem uppi eru í þessu máli og máli skipta bæði fyrir embætti landlæknis og almennt séð,“ segir í tilkynningunni. Úrskurður Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu landlæknisembættisins í fyrra uppgötvaðist öryggisveikleikinn þann 8. júní 2020 en hann náði til afmarkaðs hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á Heilsuvera.is. Á innan við klukkustund var veikleikinn staðfestur af Origo, sem rekur Heilsuveru, og vefnum lokað. Þá tók um fimm klukkustundir að laga veikleikann og koma kerfinu aftur í notkun. Persónuvernd var gert viðvart samdægurs en í úrskurði Persónuverndar, þremur árum síðar sökum Covid-19, var komist að þeirri niðurstöðu að landlæknisembættið hefði ekki tryggt öryggi upplýsinga á hluta Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Þá sagði að starfsmenn embættisins hefðu gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins varðandi umfang öryggisveikleikans. Í tilkynningu landlæknisembættisins um þá ákvörðun að fá úrlausn málsins fyrir dómstólum segir að embættið telji ákvörðun Persónuverndar efnislega ranga, auk þess sem meðferð málsins sé ekki samboðin „þeim reglum sem eru til grundvallar íslensku réttarríki“. Ákvörðunin sé meðal annars til þess fallin að grafa undan öryggismenningu og persónuvernd og fæla annars ábyrga aðila frá því að tilkynna um öryggisbresti og atvik er varða öryggi upplýsingakerfa. „Embætti landlæknis gerir margvíslegar og alvarlegar athugasemdir við starfshætti og málsmeðferð Persónuverndar í málinu. Þar á meðal telur embættið að bæði form- og efnisannmarkar séu á ákvörðun Persónuverndar, forsendur ákvörðunarinnar séu rangar og að rannsókn málsins af hálfu Persónuverndar hafi verið ófullnægjandi. Að auki byggi sektarákvörðun á ólögmætum og ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá telur embætti landlæknis mikilvægt að fá umfjöllun dómstóla um ýmis þau atriði persónuverndarlaga sem uppi eru í þessu máli og máli skipta bæði fyrir embætti landlæknis og almennt séð,“ segir í tilkynningunni. Úrskurður Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira